Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Fleiri geta fengið uppsagnarstyrki

Alþingi samþykkti í dag frumvarp meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar sem kveður á um að fyrirtæki sem skiluðu ekki umsóknum um uppsagnarstyrki á réttum tíma geti samt sem áður fengið styrkinn.

Innlent
Fréttamynd

Telur að ein­stak­lings­bundnum sótt­vörnum hafi ekki verið gefinn séns

„Ég er bara að benda á að menn hafa kannski ekki leyft einstaklingsbundnum sóttvörnum að hafa sín áhrif. Þessar harðari aðgerðir sem gripið hefur verið til með samkomubanni, lokun á sundstöðum og líkamsræktarstöðum, það hefur verið gripið til þeirra þegar útbreiðsla var á niðurleið,“ segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Velti upp þörfinni á sameinuðu efnahags- og loftslagsráðuneyti

„Neyðin til að samtvinna aðgerðir í efnahagslífinu og loftslagsmálum orðin svo brýn að maður veltir því fyrir sér hvort umhverfismál og efnahagsmál eigi ekki að heyra undir sama ráðherra,“ sagði Smári McCarthy, þingmaður Pírata, í sérstökum umræðum um loftslagsmál sem fara nú fram á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Hljóp úr pontu Alþingis við skjálftann

Þingfundi var frestað þegar jarðskjálftinn reið yfir nú fyrir skömmu. Í útsendingu Alþingis heyrðist vel í glamri í þingsal og gardínur fyrir aftan Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, fóru á hreyfingu.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju græna utan­ríkis­stefnu núna?

Það er ljóst að grípa þarf til róttækra kerfisbreytinga til þess að vinna gegn enn verri afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum eins og hlýnun jarðar, öfgum í veðurfari, neikvæðum áhrifum á gróðurfar og lífríki, súrnun sjávar og hækkandi sjávarstöðu. Til þess þarf að rýna öll okkar kerfi út frá aðgerðum gegn hlýnun loftlags.

Skoðun
Fréttamynd

Þess vegna viljum við jafnt at­kvæða­vægi

Baráttan fyrir jöfnu vægi íslenskra kjósenda hefur staðið lengi. Vægið hefur tekið breytingum en er nú fest í rétt tæplega tvöföldum mun milli þeirra sem vega þyngst og hinna sem vega minnst.

Skoðun
Fréttamynd

Oddný býður sig aftur fram

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur tilkynnt kjördæmisráði í Suðurkjördæmi að hún muni bjóða sig aftur fram fyrir Samfylkinguna.

Innlent
Fréttamynd

Áslaug Arna safnar sögum

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun á morgun mæla fyrir frumvarpi hennar um mannanöfn sem hefur það að markmiði að rýmka þau lög sem gilda um mannanöfn frá núgildandi lögum. Áslaug segist safna sögum frá þeim sem eru ósáttir með núverandi kerfi.

Innlent