Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri

Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu.

Innlent
Fréttamynd

Þing­menn sendir í hrað­próf

Þeim tilmælum hefur verið beint til allra sem verða viðstaddir þegar nýtt þing kemur saman í fyrsta sinn á þriðjudaginn að fara í hraðpróf við kórónuveirunni. Um er að ræða ráðstöfun sem ætlað er að koma í veg fyrir að hópsmit komi upp á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Undir­búnings­kjör­bréfa­nefnd vinnur að tveimur til­lögum

Undirbúningskjörbréfanefnd vinnur í sameiningu að gerð tveggja tillagna til Alþingis um hvernig skuli afgreiða kjörbréf þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Önnur færir rök fyrir því að útgefin kjörbréf verði samþykkt og hin ekki, sem hefði í för með sér að boðað yrði til uppkosningar í kjördæminu.

Innlent
Fréttamynd

Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar

Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi.

Innlent
Fréttamynd

Horfast þurfi í augu við efnahagslegar afleiðingar kjarasamninga

Þorsteinn Víglundsson fyrrverandi félagsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins situr nú í forstjórastóli BM Vallár og horfir á pólítíkina og vinnumarkaðinn utan frá. Hann segir íslenska vinnumarkaðslíkanið ónýtt. Ekki hjálpi til að aukin harka hafi færst í samskipti milli aðila vinnumarkaðarins undanfarin ár, ekki síst með tilkomu nýrrar forystu í verkalýðsfélögunum.

Innherji
Fréttamynd

Reiknar með að þing komi saman í næstu viku

Formaður undirbúningskjörbréfanefndar smíðar nú drög að tveimur mögulegum leiðum sem nefndarmenn munu síðan taka afstöðu til. Þingmenn eru bjartsýnir á að fá niðurstöðu í málið á allra næstu dögum og er sitjandi forseti Alþingis þegar farinn að undirbúa þingfund í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Alþingi kallað saman í fyrsta lagi undir lok næstu viku

Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort nefndin komist að sameiginlegri niðurstöðu varðandi gildi útgefinna kjörbréfa Landskjörstjórnar til þingmanna. Nefndin muni ekki ljúka störfum fyrr en í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur

Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Höfundur Rauðra þráða ekki heyrt af fleiri ódæðum Kristins E

Rósa Magnúsdóttir sagnfræðingur, sem nýverið sendi frá sér bók um Kristin E. Andrésson og eiginkonu hans Þóru Vigfúsdóttur, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frásagnar Guðnýjar Bjarnadóttur læknis af grófu kynferðislegu áreiti Kristins í sinn garð þegar hún var níu ára gömul.

Innlent