Fatahönnuðir framtíðarinnar.
Fatahönnuðir framtíðarinnar afhjúpuðu nýjustu tískulínur sínar á sýningunni Uppspretta í Landsbankahúsinu á Hönnunarmars. Þátttakendur voru Andrea Margrétardóttir, Kári Eyvindur, Michal Pajak Pajonk, Sigríður Ágústa Finnbogadóttir, Sóley Jóhannsdóttir og Thelma Gunnarsdóttir. Listrænn stjórnandi og framleiðandi var Anna Clausen og Thomasi Stankiewicz sá um tónlistina.