Rapp í Reykjavík - Fyrsta sýnishorn
Rapp í Reykjavík hefur göngu sína á Stöð 2 sunnudaginn 24. apríl en þeir Gaukur Úlfarsson og Dóri DNA hafa undanfarin misseri verið að vinna að heimildarþáttaröð um íslenskt rapp. Rapp í Reykjavík verður sýnd á Stöð 2 í apríl og maí. Í þáttunum verður leitast við að fanga tíðarandann í tónlistarmenningu Íslendinga. Dóri DNA, tekur Reykjavíkurdætur, Blaz Roca, Úlf Úlf, Shades of Reykjavík, Tiny, Gísla Pálma, Cell7, Bent, Emmsjé Gauta, Kött Grá Pjé og fleiri tali og reynir að fá botn í hversvegna Íslendingar séu orðnir rappsjúkir. Þættirnir verða sex talsins.
 
                                                         
                                                         
                                                         
                                                         
                                                         
                                                         
                                                         
                                                         
                                                         
                                                         
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                 
                                                     
                                                     
                                                     
                                                     
                                                     
                                                     
                                                     
                                                     
                                                     
                                                     
                                                     
                                                     
                                                     
                                                     
                                                     
                                                     
                                                     
                                                     
                                                     
                                                     
                                                    