Evrópski draumurinn - Nýtt sýnishorn
Vísir frumsýnir hér fyrsta sýnishornið úr þáttunum Evrópski draumurinn sem verða sýndir á Stöð 2 í sumar. Þættirnir eru framhald Ameríska draumsins, sem slógu í gegn fyrir tveimur árum. Liðin sem keppa eru að þessu sinni skipuð þeim Sveppa og Pétri Jóhanni annarsvegar og þeim Audda og Steinda Jr. hinsvegar. Af forsmekknum að dæma hafa þeir félagar ekkert gefið eftir og lofar sýnishornið góðu fyrir sýningu þáttanna. Strákarnir keppast við það að safna sem flestum stigum en alls eru um 70 reglur í keppninni. Meðal þess sem þeir geta gert til að sigra er að tjalda í garðinum hjá fólki, kýla í bakið á einhverjum og hlaupa burt, fara í götun og sleik við róna. Í sýnishorninu sést síðan þegar þeir fara í fallhlífatökk, sprikla allsberir í símaklefa og þegar Steindi fer í ferðalag framan á skriðdreka. Evrópski draumurinn byrjar á Stöð 2 í júní.