Leikdagur í Kósovó með Gumma Ben og Kjartani Henry
Það er komið að leikdegi í Pristina í Kósovó en það er þar sem að íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur vegferð sína undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar gegn heimamönnum í kvöld í umspili um laust sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Aron Guðmunds, Gummi Ben og Kjartan Henry hita hér upp fyrir leikinn.