Rostungurinn ekki farinn að borga hafnargjöld
Risavaxinn rostungur hefur gert sig heimakominn á smábátabryggju á Sauðárkróki. Smábátaeigendur urðu varir við hann í gærkvöldi og segir hafnarstarfsmaður að mikill fjöldi hafi sótt niður á bryggju til að berja rostunginn augum.