Ríkisráð kom saman
Ríkisráð kom saman á Bessastöðum síðdegis í dag. Ríkisráð kemur jafnan saman tvisvar á ári - í upphafi þingvetrar og á gamlársdag. Undanfarið ár hefur verið nokkuð óvenjulegt en ríkisráð kom saman 21. desember 2024 þegar ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur var mynduð og fundi gamlársdags var sleppt vegna þess hve stutt var síðan ráðið kom saman.