Telur í mörgum tilfellum verið að gera úlfalda úr mýflugu
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, er ósammála sjónarmiðum í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Annmarkar sem nefndir séu í skýrslunni séu tiltölulega léttir. Þá sé Bankasýslan algjörlega ósammála því að hægt hefði verið að fá hærra verð fyrir bankann.