Brú eða göng?
Íbúasamtök Laugardals segja tilkynningu Vegagerðarinnar um Sundabraut vera pólitískt útspil, stofnunin sé að reyna að hafa áhrif á umræðuna. Samtökin eru ekki sammála mati Vegagerðarinnar um að brú yfir Kleppsvík sé betri kostur en göng.