Lagði syndandi af stað í hringferð um Ísland
Sundkappinn Ross Edgley lagði af stað í hringferð um Ísland klukkan tvö í dag. Hann synti af stað frá Garði á Suðurnesjum og bíða hans 1.600 kílómetrar. Ross sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 á þriðjudag að ferðin geti tekið allt að fimm mánuði en það fari mjög eftir veðri.