Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Smári Jökull Jónsson skrifar 29. janúar 2026 22:00 Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Vísir/Bjarni Umboðsmaður barna hefur fengið erindi á sitt borð þar sem börn spyrjast fyrir um eigin réttindi hvað varðar myndbirtingar foreldra af börnum sínum. Myndir geti verið nýttar í annarlegum tilgangi sem upphaflega voru birtar í góðri trú. Hugtakið sharenting er notað um það þegar foreldrar deila daglegu lífi barna sinna á samfélagsmiðlum. Þessu geta þó fylgt ákveðnar hættur og einkalífi barnsins mögulega stefnt í voða, ekki síst nú þegar gervigreindin hefur rutt sér til rúms. „Það eru aðilar sem mögulega eru að nýta sér upplýsingar sem eru gefnar á netinu. Eru kannski líka að nýta sér myndir og jafnvel af fáklæddum börnum sem eru birtar í góðri trú en hægt er að nýta með margvíslegum hætti,“ sagði Salvör Nordal í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Á bæði við um jákvæðar og neikvæðar færslur Persónuvernd á Írlandi lét útbúa auglýsingu með slagorðinu „Hinkraðu áður en þú birtir“ [Pause before you post] til að ítreka hætturnar sem birting upplýsinga getur haft í för með sér. Salvör segir embætti umboðsmanns barna hafa fengið erindi á sitt borð þar sem börn eru að velta fyrir sér sínum réttindum. Jafnframt að börn eigi sjálf að hafa mest um það að segja hvaða upplýsingar um þau eru birtar á netinu. „Þau vilja það ekki og það geta bæði verið upplýsingar þar sem þau eru í uppnámi eða atvik sem eru erfið fyrir þau. En það geta líka verið jákvæðar fréttir þar sem börn eru ekkert endilega tilbúin að foreldrar láti á netið án þess að láta þau vita,“ segir Salvör og nefnir einkunnir barna sem dæmi um jákvæðar fréttir sem börn vilji ekki deila með alheiminum. Hugsa áður en mynd er birt Á heimasíðu umboðsmanns barna má finna leiðbeiningar til foreldra og Salvör segir að foreldrar séu að verða meðvitaðri um hættur sem fylgja birtingu upplýsinga. „Það þarf alltaf að hugsa áður en það birtir mynd, er rétt að birta myndina. Á ég ekki, ef hægt er, að óska eftir samþykki barnsins og hvernig væri mögulega hægt að nýta hana í framtíðinni.“ Þá segir hún að erindi hafi borist sem tengist óvæginni umræðu um börn í fréttum. „Þá er verið að birta myndir af börnum, kannski verið að lýsa atvikum þar sem er kannski bara ein hlið málsins sem er kannski mjög óvægin gagnvart einhverju tilteknu barni. Fjölmiðlar þurfa að setja sér skýrar reglur um umfjöllun um börn og myndbirtingar af börnum með fréttum.“ „Við búum í litlu samfélagi og það er mjög auðvelt að koma að setja hlutina þannig fram að það valdi skaða fyrir barnið, til dæmis í skóla daginn eftir ef það hefur verið erfið umfjöllun í fjölmiðlum.“ Börn og uppeldi Netglæpir Tækni Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Hugtakið sharenting er notað um það þegar foreldrar deila daglegu lífi barna sinna á samfélagsmiðlum. Þessu geta þó fylgt ákveðnar hættur og einkalífi barnsins mögulega stefnt í voða, ekki síst nú þegar gervigreindin hefur rutt sér til rúms. „Það eru aðilar sem mögulega eru að nýta sér upplýsingar sem eru gefnar á netinu. Eru kannski líka að nýta sér myndir og jafnvel af fáklæddum börnum sem eru birtar í góðri trú en hægt er að nýta með margvíslegum hætti,“ sagði Salvör Nordal í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Á bæði við um jákvæðar og neikvæðar færslur Persónuvernd á Írlandi lét útbúa auglýsingu með slagorðinu „Hinkraðu áður en þú birtir“ [Pause before you post] til að ítreka hætturnar sem birting upplýsinga getur haft í för með sér. Salvör segir embætti umboðsmanns barna hafa fengið erindi á sitt borð þar sem börn eru að velta fyrir sér sínum réttindum. Jafnframt að börn eigi sjálf að hafa mest um það að segja hvaða upplýsingar um þau eru birtar á netinu. „Þau vilja það ekki og það geta bæði verið upplýsingar þar sem þau eru í uppnámi eða atvik sem eru erfið fyrir þau. En það geta líka verið jákvæðar fréttir þar sem börn eru ekkert endilega tilbúin að foreldrar láti á netið án þess að láta þau vita,“ segir Salvör og nefnir einkunnir barna sem dæmi um jákvæðar fréttir sem börn vilji ekki deila með alheiminum. Hugsa áður en mynd er birt Á heimasíðu umboðsmanns barna má finna leiðbeiningar til foreldra og Salvör segir að foreldrar séu að verða meðvitaðri um hættur sem fylgja birtingu upplýsinga. „Það þarf alltaf að hugsa áður en það birtir mynd, er rétt að birta myndina. Á ég ekki, ef hægt er, að óska eftir samþykki barnsins og hvernig væri mögulega hægt að nýta hana í framtíðinni.“ Þá segir hún að erindi hafi borist sem tengist óvæginni umræðu um börn í fréttum. „Þá er verið að birta myndir af börnum, kannski verið að lýsa atvikum þar sem er kannski bara ein hlið málsins sem er kannski mjög óvægin gagnvart einhverju tilteknu barni. Fjölmiðlar þurfa að setja sér skýrar reglur um umfjöllun um börn og myndbirtingar af börnum með fréttum.“ „Við búum í litlu samfélagi og það er mjög auðvelt að koma að setja hlutina þannig fram að það valdi skaða fyrir barnið, til dæmis í skóla daginn eftir ef það hefur verið erfið umfjöllun í fjölmiðlum.“
Börn og uppeldi Netglæpir Tækni Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira