Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Jakob Bjarnar skrifar 23. janúar 2026 13:00 Skilaboð sem Heiða Björg á að hafa sent, þar sem hún hvetur fólk ótengt Samfylkingunni til að skrá sig í flokkinn, lýðræðisveislu, það geti svo skráð sig út aftur sér að kostnaðarlausu. Heiða kannast ekki við að hafa sent slík skilaboð. vísir Gríðarleg harka er að færast í prófkjörsbaráttuna í Samfylkingunni og kannski ekki seinna vænna. Þrjú þúsund manns hafa skráð sig í flokkinn en lokað var fyrir skráningar á miðnætti. Meint skilaboð frá Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra, þar sem hún fer fram á stuðning gegn frægum karli, eru í umferð. Heiða kannast ekki við að hafa sent slík skilaboð. Eins og fólk ætti að vita etur Heiða kappi við Pétur H. Marteinsson athafnamann og fyrrverandi knattspyrnukappa um oddvitasætið og er aukin harka að færast í baráttuna. Vísi hefur undir höndum skilaboð sem Heiða virðist hafa sent í gærkvöldi til ónefndrar konu sem er ótengd Samfylkingunni. Þar biðlar Heiða til viðkomandi um að skrá sig í Samfylkinguna, það sé ekkert mál og hægt sé að skrá sig út aftur viðkomandi algerlega að kostnaðarlausu. Í skilaboðunum kemur fram að Heiðu finnst þetta erfið barátta. „Mér finnst þetta mjög erfið barátta þar sem karl með enga reynslu en færægur á að koma í stað mín. Ég óttast um okkar mál og áherslur.“ Og með fylgja hlýjar kveður. Þegar Vísir bar þetta undir Heiðu Björgu, og vildi ræða efni skilaboðanna, bregður svo við að hún kannast ekki við að hafa sent umrædd skilaboð. Ekki náðist í Heiðu Björgu í síma en í svörum hennar í SMS-i til blaðamanns segist hún ekki hafa sent umrædd skilaboð. Hún vísaði á Róbert Marshall aðstoðarmann sinn sem sagðist í samtali við Vísi ætla að kanna málið. Skilaboðin eru svohljóðandi: „Sæl kæra xxxx nú er prófkjör í Samfylkingu á laugardaginn og það er óvenju opið og mikið verið að smala fólki til þáttöku. Það er hægt að skrá sig til þátttöku þar til kl 12 að miðnætti fimmtudagskvölds með rafrænum skilríkjum. Þetta kostar ekkert og ef fólki vil getur það skrá sig úr félaginu aftur eftir helgina. Mér finnst þetta mjög erfið barátta þar sem karl með enga reynslu en færægur á að koma í stað mín. Ég óttast um okkar mál og áherslur. Mig langar því að biðja um þinn stuðning og sendi þér hlekk á skráningu í von um að þú takir þátt. Hlý kveða Heiða.“ Og með fylgir hlekkur á auðkenning.umsjá.is þar sem fólk gat skráð sig í flokkinn þar til á miðnætti í gær. Samkvæmt upplýsingum frá flokknum hefur fjölgað um 2897 manns í flokknum í aðdraganda prófkjörs. Nú eru tæplega sjö þúsund manns á kjörskrá en voru áður um fjögur þúsund. Neyðist til að smala Þá sendi Heiða Björg önnur skilaboð þar sem hún segir að mikil smölun sé í gangi fyrir prófkjörið og því neyðist hún til að gera það sama. Í skilaboðunum segir að mótframbjóðandi hennar, Pétur, segi víst fólki að það geti skráð sig úr flokknum strax á sunnudag. „Ég hef alveg skilning á því ef þér finnst það óþægilegt en þetta kostar ekkert og er ekki bindandi á neinn hátt. Sumir kalla þetta lýðræðisveislu,“ segir Heiða Björg í skilaboðunum sem sjá má að neðan. Heiða Björg sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gær að hún stæði ekki í smölun í flokkinn heldur legði hún áherslu á samtal við Samfylkingarfólk. Þó væri alltaf fagnaðarefni að bættist í hópinn. Umræðuna um smölun má heyra snemma í viðtalinu. Þau Heiða Björg og Pétur munu mætast í Pallborði á Vísi klukkan eitt og þar mun þetta eflaust bera á góma. Hér má horfa á Pallborðið. Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Tengdar fréttir Pallborðið: Síðasta einvígið Klukkan 13 mætast Heiða Björg Hilmisdóttir og Pétur Marteinsson, sem bæði sækjast eftir oddvitasæti Samfylkingarinnar í borginni, í Pallborðinu á Vísi. Þetta er í síðasta sinn sem oddvitaframbjóðendurnir mætast fyrir prófkjörið sem fer fram á morgun. 23. janúar 2026 11:31 Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Samfylkingin hefur samkvæmt síðustu alþingiskosningum og skoðanakönnunum verið stærsti flokkur Íslands á landsvísu. Eftir að Kristrún Frostadóttir formaður flokksins tók við stjórnartaumum virðist ekkert lát á vinsældunum hans. En hvað má ráða í komandi prófkjöri Samfylkingarinnar í borginni? Þar virðist ýmislegt rekast á annars horn. 14. janúar 2026 09:04 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira
Eins og fólk ætti að vita etur Heiða kappi við Pétur H. Marteinsson athafnamann og fyrrverandi knattspyrnukappa um oddvitasætið og er aukin harka að færast í baráttuna. Vísi hefur undir höndum skilaboð sem Heiða virðist hafa sent í gærkvöldi til ónefndrar konu sem er ótengd Samfylkingunni. Þar biðlar Heiða til viðkomandi um að skrá sig í Samfylkinguna, það sé ekkert mál og hægt sé að skrá sig út aftur viðkomandi algerlega að kostnaðarlausu. Í skilaboðunum kemur fram að Heiðu finnst þetta erfið barátta. „Mér finnst þetta mjög erfið barátta þar sem karl með enga reynslu en færægur á að koma í stað mín. Ég óttast um okkar mál og áherslur.“ Og með fylgja hlýjar kveður. Þegar Vísir bar þetta undir Heiðu Björgu, og vildi ræða efni skilaboðanna, bregður svo við að hún kannast ekki við að hafa sent umrædd skilaboð. Ekki náðist í Heiðu Björgu í síma en í svörum hennar í SMS-i til blaðamanns segist hún ekki hafa sent umrædd skilaboð. Hún vísaði á Róbert Marshall aðstoðarmann sinn sem sagðist í samtali við Vísi ætla að kanna málið. Skilaboðin eru svohljóðandi: „Sæl kæra xxxx nú er prófkjör í Samfylkingu á laugardaginn og það er óvenju opið og mikið verið að smala fólki til þáttöku. Það er hægt að skrá sig til þátttöku þar til kl 12 að miðnætti fimmtudagskvölds með rafrænum skilríkjum. Þetta kostar ekkert og ef fólki vil getur það skrá sig úr félaginu aftur eftir helgina. Mér finnst þetta mjög erfið barátta þar sem karl með enga reynslu en færægur á að koma í stað mín. Ég óttast um okkar mál og áherslur. Mig langar því að biðja um þinn stuðning og sendi þér hlekk á skráningu í von um að þú takir þátt. Hlý kveða Heiða.“ Og með fylgir hlekkur á auðkenning.umsjá.is þar sem fólk gat skráð sig í flokkinn þar til á miðnætti í gær. Samkvæmt upplýsingum frá flokknum hefur fjölgað um 2897 manns í flokknum í aðdraganda prófkjörs. Nú eru tæplega sjö þúsund manns á kjörskrá en voru áður um fjögur þúsund. Neyðist til að smala Þá sendi Heiða Björg önnur skilaboð þar sem hún segir að mikil smölun sé í gangi fyrir prófkjörið og því neyðist hún til að gera það sama. Í skilaboðunum segir að mótframbjóðandi hennar, Pétur, segi víst fólki að það geti skráð sig úr flokknum strax á sunnudag. „Ég hef alveg skilning á því ef þér finnst það óþægilegt en þetta kostar ekkert og er ekki bindandi á neinn hátt. Sumir kalla þetta lýðræðisveislu,“ segir Heiða Björg í skilaboðunum sem sjá má að neðan. Heiða Björg sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gær að hún stæði ekki í smölun í flokkinn heldur legði hún áherslu á samtal við Samfylkingarfólk. Þó væri alltaf fagnaðarefni að bættist í hópinn. Umræðuna um smölun má heyra snemma í viðtalinu. Þau Heiða Björg og Pétur munu mætast í Pallborði á Vísi klukkan eitt og þar mun þetta eflaust bera á góma. Hér má horfa á Pallborðið.
Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Tengdar fréttir Pallborðið: Síðasta einvígið Klukkan 13 mætast Heiða Björg Hilmisdóttir og Pétur Marteinsson, sem bæði sækjast eftir oddvitasæti Samfylkingarinnar í borginni, í Pallborðinu á Vísi. Þetta er í síðasta sinn sem oddvitaframbjóðendurnir mætast fyrir prófkjörið sem fer fram á morgun. 23. janúar 2026 11:31 Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Samfylkingin hefur samkvæmt síðustu alþingiskosningum og skoðanakönnunum verið stærsti flokkur Íslands á landsvísu. Eftir að Kristrún Frostadóttir formaður flokksins tók við stjórnartaumum virðist ekkert lát á vinsældunum hans. En hvað má ráða í komandi prófkjöri Samfylkingarinnar í borginni? Þar virðist ýmislegt rekast á annars horn. 14. janúar 2026 09:04 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira
Pallborðið: Síðasta einvígið Klukkan 13 mætast Heiða Björg Hilmisdóttir og Pétur Marteinsson, sem bæði sækjast eftir oddvitasæti Samfylkingarinnar í borginni, í Pallborðinu á Vísi. Þetta er í síðasta sinn sem oddvitaframbjóðendurnir mætast fyrir prófkjörið sem fer fram á morgun. 23. janúar 2026 11:31
Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Samfylkingin hefur samkvæmt síðustu alþingiskosningum og skoðanakönnunum verið stærsti flokkur Íslands á landsvísu. Eftir að Kristrún Frostadóttir formaður flokksins tók við stjórnartaumum virðist ekkert lát á vinsældunum hans. En hvað má ráða í komandi prófkjöri Samfylkingarinnar í borginni? Þar virðist ýmislegt rekast á annars horn. 14. janúar 2026 09:04