Veður

Kólnandi veður og víða bjart

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður a´bilinu núll til sjö stig.
Hiti verður a´bilinu núll til sjö stig. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir strekkings austanátt með skúrum eða éljum suðaustan- og austanlands næstu daga, en bjart veður víða annars staðar.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði kólnandi veður og frystir víða fyrir norðan, en lengst af fremur milt syðra. Hiti verður núll til sjö stig síðdegis og svalast norðaustanlands.

Svipað veður á morgun, en heldur meira frost inn til landsins fyrir norðan.

„Lægðir sem eru á sveimi suður í hafi ná ekki til okkar á næstunni þökk sé öflugu hæðarsvæði norður af okkur sem heldur þeim frá. Spár benda til þess að þessi staða muni ekki breytast að ráði fyrr enn í lok næstu viku,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag, sunnudag og mánudag: Austanátt, víða 8-15 m/s, en 15-20 syðst. Skúrir eða él suðaustan- og austanlands, annars þurrt að mestu og víða bjart vestan- og norðantil. Hiti 0 til 7 stig, mildast sunnantil, en víða um og undir frostmarki norðantil.

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag: Útlit fyrir áframhaldandi austanátt með éljum, en bjart vestanlands. Kólnandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×