Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. janúar 2026 09:00 Mörkin úr leikjunum í Meistaradeildinni í gærkvöldi má sjá hér fyrir neðan. getty Níu leikir fóru fram í Meistaradeildinni í gærkvöldi og öll 28 mörkin má sjá hér fyrir neðan. Meðal annars má sjá Dominik Szoboszlai renna boltanum undir varnarvegginn, Robert Lewandowski skora fyrir bæði lið, skallamark Moises Caicedo og mikla dramatík í Aserbaísjan. Marseille - Liverpool 0-3 Aukaspyrnumark Dominik Szoboszlai kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik, annað markið var sjálfsmark á 72. mínútu og Cody Gakpo innsiglaði svo sigurinn í uppbótartímanum. Klippa: Marseille - Liverpool 0-3 Slavia Prag - Barcelona 2-4 Heimamenn í Slavia Prag komu á óvart og tóku forystuna með marki frá Vasil Kusej, en Barcelona-framherjinn Fermín López sneri leiknum við með tveimur mörkum fyrir hlé. Robert Lewandowski var óheppinn og setti boltann í eigið mark og jafnaði metin í 2–2 rétt fyrir leikhlé, en gestirnir svöruðu af fullum krafti í seinni hálfleik. Varamaðurinn Dani Olmo þrumaði boltanum í netið og kom Barcelona í 3–2 með glæsilegu langskoti, áður en Lewandowski bætti fyrir mistök sín og innsiglaði lokatölurnar 4–2 eftir stoðsendingu frá Marcus Rashford. Klippa: Slavia Prag - Barcelona 2-4 Newcastle - PSV 3-0 Yoane Wissa (8. mínúta), Anthony Gordon (30. mínúta) komu Newcastle í 2-0 í fyrri hálfleik og Harvey Barnes innsiglaði svo sigurinn með þriðja markinu á 65. mínútu. Klippa: Newcastle - PSV 3-0 Chelsea - Pafos 1-0 Skallamark Moisés Caicedo á 78. mínútu tryggði Chelsea nauman 1-0 sigur á kýpverska félaginu Pafos. Klippa: Chelsea - Pafos 1-0 Bayern - Union St. Gilloise 2-0 Harry Kane skoraði mörkin á 52. og 55. mínútu en seinna markið var úr víti. Kane fékk tækifæri til að innsigla þrennuna á 81. mínútu en skaut þá í stöngina úr vítaspyrnu. Klippa: Bayern - Union St. Gilloise 2-0 Juventus - Benfica 2-0 Khéphren Thuram-Ulien og Weston McKennie tryggðu Juventus 2-0 sigur á Benfica. Klippa: Juventus - Benfica 2-0 Atalanta - Athletic 2-3 Athletic Club Bilbao vann 3-2 útisigur á Atalanta á Ítalíu. Gorka Guruzeta, Nico Serrano og Robert Navarro skoruðu mörkin en Navarro átti einnig tvær stoðsendingar. Gianluca Scamacca og Nikola Krstovic skoruðu mörk ítalska liðsins. Klippa: Atalanta - Athletic 2-3 Qarabag - Frankfurt 3-2 Camilo Duran skoraði fyrstu tvö mörk heimamanna, kom Qarabag í 1-0 á 4. mínútu og jafnaði svo metin í 2-2 á 80. mínútu. Can Uzun jafnaði fyrir Frankfurt á 10. mínútu og Fares Chaibi kom þýska liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu á 78. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar voru Aserarnir búnir að jafna. Þeir voru ekki hættir heldur tryggðu sér dramatískan sigur með síðustu spyrnu leiksins. Klippa: Qarabag - Frankfurt 3-2 Galatasaray - Atlético Madrid 1-1 Giuliano Simeone, sonur þjálfarans, kom Atlético yfir með skalla á fjórðu mínútu. Marcos Llorente varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark á 20. mínútu og fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Klippa: Galatasaray - Atlético Madrid 1-1 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Marseille - Liverpool 0-3 Aukaspyrnumark Dominik Szoboszlai kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik, annað markið var sjálfsmark á 72. mínútu og Cody Gakpo innsiglaði svo sigurinn í uppbótartímanum. Klippa: Marseille - Liverpool 0-3 Slavia Prag - Barcelona 2-4 Heimamenn í Slavia Prag komu á óvart og tóku forystuna með marki frá Vasil Kusej, en Barcelona-framherjinn Fermín López sneri leiknum við með tveimur mörkum fyrir hlé. Robert Lewandowski var óheppinn og setti boltann í eigið mark og jafnaði metin í 2–2 rétt fyrir leikhlé, en gestirnir svöruðu af fullum krafti í seinni hálfleik. Varamaðurinn Dani Olmo þrumaði boltanum í netið og kom Barcelona í 3–2 með glæsilegu langskoti, áður en Lewandowski bætti fyrir mistök sín og innsiglaði lokatölurnar 4–2 eftir stoðsendingu frá Marcus Rashford. Klippa: Slavia Prag - Barcelona 2-4 Newcastle - PSV 3-0 Yoane Wissa (8. mínúta), Anthony Gordon (30. mínúta) komu Newcastle í 2-0 í fyrri hálfleik og Harvey Barnes innsiglaði svo sigurinn með þriðja markinu á 65. mínútu. Klippa: Newcastle - PSV 3-0 Chelsea - Pafos 1-0 Skallamark Moisés Caicedo á 78. mínútu tryggði Chelsea nauman 1-0 sigur á kýpverska félaginu Pafos. Klippa: Chelsea - Pafos 1-0 Bayern - Union St. Gilloise 2-0 Harry Kane skoraði mörkin á 52. og 55. mínútu en seinna markið var úr víti. Kane fékk tækifæri til að innsigla þrennuna á 81. mínútu en skaut þá í stöngina úr vítaspyrnu. Klippa: Bayern - Union St. Gilloise 2-0 Juventus - Benfica 2-0 Khéphren Thuram-Ulien og Weston McKennie tryggðu Juventus 2-0 sigur á Benfica. Klippa: Juventus - Benfica 2-0 Atalanta - Athletic 2-3 Athletic Club Bilbao vann 3-2 útisigur á Atalanta á Ítalíu. Gorka Guruzeta, Nico Serrano og Robert Navarro skoruðu mörkin en Navarro átti einnig tvær stoðsendingar. Gianluca Scamacca og Nikola Krstovic skoruðu mörk ítalska liðsins. Klippa: Atalanta - Athletic 2-3 Qarabag - Frankfurt 3-2 Camilo Duran skoraði fyrstu tvö mörk heimamanna, kom Qarabag í 1-0 á 4. mínútu og jafnaði svo metin í 2-2 á 80. mínútu. Can Uzun jafnaði fyrir Frankfurt á 10. mínútu og Fares Chaibi kom þýska liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu á 78. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar voru Aserarnir búnir að jafna. Þeir voru ekki hættir heldur tryggðu sér dramatískan sigur með síðustu spyrnu leiksins. Klippa: Qarabag - Frankfurt 3-2 Galatasaray - Atlético Madrid 1-1 Giuliano Simeone, sonur þjálfarans, kom Atlético yfir með skalla á fjórðu mínútu. Marcos Llorente varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark á 20. mínútu og fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Klippa: Galatasaray - Atlético Madrid 1-1
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu