Enski boltinn

Benoný til bjargar eftir vand­ræða­legt sjálfs­mark liðsfélaga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ben Hinchliffe, markvörður Stockport County, skaut beint í rassinn á varnarmanninum Joseph Olowu.
Ben Hinchliffe, markvörður Stockport County, skaut beint í rassinn á varnarmanninum Joseph Olowu. @EFL

Íslenski framherjinn Benoný Breki Andrésson skoraði sigurmark Stockport County í ensku C-deildinni um helgina en leiksins verður þó örugglega minnst fyrir þrjú sjálfsmörk og þá einkum eitt þeirra sem liðsfélagi íslenska framherjans skoraði.

Stockport County vann 3-2 sigur á Rotherham United. Benoný Breki, sem hafði skorað sigurmarkið í leiknum á undan, byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður á 61. mínútu í stöðunni 2-2 og skoraði sigurmarkið fjórtán mínútum fyrir leikinn.

Þrjú fyrstu mörk leiksins voru sjálfsmörk og tvö þeirra skoruðu leikmenn Rotherham í eigið mark.

Fyrsta mark Rotherham í leiknum var þó algjörlega í boði liðsmanna Íslendingaliðsins.

Ben Hinchliffe, markvörður Stockport County, ætlaði þá að sparka boltanum frá markinu sínu en það heppnaðist ekki betur en að hann skaut beint í rassinn á varnarmanninum Joseph Olowu og þaðan fór boltinn í tómt mark.

Afar vandræðalegt móment sem hefur að sjálfsögðu vakið mikla athygli á netmiðlum.

Olowu og Hinchliffe eru þó örugglega þakklátir Benoný Breka fyrir að bjarga málunum eftir þetta vandræðalega rassasjálfsmark því það hefði verið mun sárara ef þetta skrautlega sjálfsmark hefði kostað liðið stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×