Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2026 18:02 Brahim Diaz tók við gullskónum frá Gianni Infantino, forseta FIFA, með tárin í augunum eftir að hafa klúðrað vítinu sem hefði fært þjóð hans sigur í Afríkukeppninni. Getty/Torbjorn Tande Marokkóska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að það muni leggja fram kvartanir til Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) og Knattspyrnusambands Afríku (CAF) eftir uppákomuna í úrslitaleik Afríkukeppninnar í gær. Leikurinn endaði í framlengingu eftir markalausan venjulegan leiktíma en áður höfðu leikmenn Senegal gengið af velli eftir að gestgjafarnir Marokkó fengu vítaspyrnu dæmda í uppbótartíma. Sambandið sagði á vefsíðu sinni að brotthvarf Senegalanna af velli, auk annarra atvika „eftir að vítaspyrna var dæmd á Senegal, hafi „raskað eðlilegum framgangi leiksins og frammistöðu leikmanna.“ Senegal vann leikinn að lokum 1-0 í framlengingu og tryggði sér þar með sinn annan Afríkumeistaratitil og þann annan á fimm árum eftir sigur árið 2021. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) Pape Thiaw þjálfari Senegal var ævareiður yfir tveimur vafasömum dómaraákvörðunum og leiddi lið sitt af velli á sunnudag á meðan marokkóskir stuðningsmenn fögnuðu og púuðu í miklum látum á vellinum þar sem leikmenn beggja liða rifust um VAR-ákvörðunina sem veitti gestgjöfunum vítaspyrnuna seint í leiknum. Mané sannfærði liðsfélagana Leikmenn Senegal sneru að lokum aftur á völlinn eftir fjórtán mínútna töf, eftir að stjörnuleikmaðurinn Sadio Mané fór inn í búningsklefa til að hvetja þá til að halda leik áfram. Édouard Mendy varði síðan vítaspyrnu Brahim Díaz á meðan fleiri stuðningsmenn Senegal reyndu að ryðjast inn á völlinn. Einnig sauð upp úr í blaðamannastúkunni þar sem blaðamenn slógust sín á milli. Eftir leikinn gagnrýndi Regragui, þjálfari Marokkó, ákvörðun Thiaw um að taka lið sitt af velli og varði Díaz fyrir að hafa klúðrað vítaspyrnunni. Köstuðu stólum inn á völlinn og slógust Á meðan leikurinn var stöðvaður stukku ævareiðir stuðningsmenn Senegal yfir girðingar og lentu í ljósmyndarastæðum fyrir aftan annað markið, þar sem þeir köstuðu stólum inn á völlinn og slógust við vallarstarfsmenn áður en lögregla kom á staðinn til að reyna að koma á röð og reglu. 🚨 BREAKING NEWS: Royal Moroccan Football Federation has confirmed it will file an official complaint in response to CAF & FIFA’s investigation into the alleged “unacceptable behaviour” of players and officials from both teams. 🇲🇦Morocco claims the early withdrawal of Senegal… pic.twitter.com/Bw4giiOWcu— SoccerBeat (@SoccerBeatZA) January 19, 2026 Sambandið sagði að það myndi „grípa til lagalegra aðgerða hjá Knattspyrnusambandi Afríku (CAF) og Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA)“ og biðja þau um að „úrskurða um brotthvarf senegalska landsliðsins af vellinum í úrslitaleiknum gegn marokkóska landsliðinu, sem og um atburðina sem fylgdu þeirri ákvörðun, eftir að dómarinn dæmdi vítaspyrnu sem allir sérfræðingar töldu réttmæta.“ „Óásættanleg hegðun“ Einnig á mánudag fordæmdi Knattspyrnusamband Afríku (CAF) í yfirlýsingu „óásættanlega hegðun“ sumra leikmanna og embættismanna í úrslitaleik Afríkukeppninnar. Yfirlýsingin nefndi ekki senegölsku sendinefndina berum orðum en sagði að CAF „hafnaði alfarið“ hvers kyns óviðeigandi hegðun, sérstaklega þeirri sem beindist gegn dómarateyminu eða skipuleggjendum. Eftir leikinn gagnrýndi Regragui, þjálfari Marokkó, ákvörðun Thiaw um að taka lið sitt af velli og varði Díaz fyrir að hafa klúðrað vítaspyrnunni. Það sló hann út af laginu „Ég held að það hafi liðið langur tími áður en [Brahim] gat tekið vítaspyrnuna og það sló hann út af laginu,“ sagði Regragui. „Leikurinn sem við spiluðum var Afríku til skammar.“ The Moroccan national team announced in an official statement that it intends to take legal action against CAF and FIFA, citing Senegal’s threat to withdraw, which they believe unfairly affected Brahim Díaz during his penalty kick. pic.twitter.com/RxCMXajtep— All Sportz 🏀⚽ (@Allsportztv) January 19, 2026 Díaz sendi frá sér yfirlýsingu á mánudag vegna klúðraðrar vítaspyrnu og sagði: „Það verkjar í sálina. Mig dreymdi um þennan titil þökk sé allri þeirri ást sem þið hafið gefið mér. Öllum skilaboðum, öllum stuðningi sem fékk mig til að finna að ég væri ekki einn. Ég barðist með öllu sem ég átti, með hjartað umfram allt annað,“ skrifaði Diaz. Ég biðst afsökunar af öllu hjarta „Í gær brást mér bogalistin og ég tek fulla ábyrgð. Ég biðst afsökunar af öllu hjarta. Það verður erfitt fyrir mig að jafna mig, því þetta sár grær ekki auðveldlega... en ég mun reyna. Ekki fyrir sjálfan mig, heldur fyrir alla sem trúðu á mig og fyrir alla sem þjáðust með mér,“ skrifaði Diaz. „Ég mun halda áfram þar til ég get einn daginn endurgoldið ykkur alla þessa ást og orðið marokkósku þjóðinni minni til sóma,“ skrifaði Diaz. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira
Leikurinn endaði í framlengingu eftir markalausan venjulegan leiktíma en áður höfðu leikmenn Senegal gengið af velli eftir að gestgjafarnir Marokkó fengu vítaspyrnu dæmda í uppbótartíma. Sambandið sagði á vefsíðu sinni að brotthvarf Senegalanna af velli, auk annarra atvika „eftir að vítaspyrna var dæmd á Senegal, hafi „raskað eðlilegum framgangi leiksins og frammistöðu leikmanna.“ Senegal vann leikinn að lokum 1-0 í framlengingu og tryggði sér þar með sinn annan Afríkumeistaratitil og þann annan á fimm árum eftir sigur árið 2021. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) Pape Thiaw þjálfari Senegal var ævareiður yfir tveimur vafasömum dómaraákvörðunum og leiddi lið sitt af velli á sunnudag á meðan marokkóskir stuðningsmenn fögnuðu og púuðu í miklum látum á vellinum þar sem leikmenn beggja liða rifust um VAR-ákvörðunina sem veitti gestgjöfunum vítaspyrnuna seint í leiknum. Mané sannfærði liðsfélagana Leikmenn Senegal sneru að lokum aftur á völlinn eftir fjórtán mínútna töf, eftir að stjörnuleikmaðurinn Sadio Mané fór inn í búningsklefa til að hvetja þá til að halda leik áfram. Édouard Mendy varði síðan vítaspyrnu Brahim Díaz á meðan fleiri stuðningsmenn Senegal reyndu að ryðjast inn á völlinn. Einnig sauð upp úr í blaðamannastúkunni þar sem blaðamenn slógust sín á milli. Eftir leikinn gagnrýndi Regragui, þjálfari Marokkó, ákvörðun Thiaw um að taka lið sitt af velli og varði Díaz fyrir að hafa klúðrað vítaspyrnunni. Köstuðu stólum inn á völlinn og slógust Á meðan leikurinn var stöðvaður stukku ævareiðir stuðningsmenn Senegal yfir girðingar og lentu í ljósmyndarastæðum fyrir aftan annað markið, þar sem þeir köstuðu stólum inn á völlinn og slógust við vallarstarfsmenn áður en lögregla kom á staðinn til að reyna að koma á röð og reglu. 🚨 BREAKING NEWS: Royal Moroccan Football Federation has confirmed it will file an official complaint in response to CAF & FIFA’s investigation into the alleged “unacceptable behaviour” of players and officials from both teams. 🇲🇦Morocco claims the early withdrawal of Senegal… pic.twitter.com/Bw4giiOWcu— SoccerBeat (@SoccerBeatZA) January 19, 2026 Sambandið sagði að það myndi „grípa til lagalegra aðgerða hjá Knattspyrnusambandi Afríku (CAF) og Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA)“ og biðja þau um að „úrskurða um brotthvarf senegalska landsliðsins af vellinum í úrslitaleiknum gegn marokkóska landsliðinu, sem og um atburðina sem fylgdu þeirri ákvörðun, eftir að dómarinn dæmdi vítaspyrnu sem allir sérfræðingar töldu réttmæta.“ „Óásættanleg hegðun“ Einnig á mánudag fordæmdi Knattspyrnusamband Afríku (CAF) í yfirlýsingu „óásættanlega hegðun“ sumra leikmanna og embættismanna í úrslitaleik Afríkukeppninnar. Yfirlýsingin nefndi ekki senegölsku sendinefndina berum orðum en sagði að CAF „hafnaði alfarið“ hvers kyns óviðeigandi hegðun, sérstaklega þeirri sem beindist gegn dómarateyminu eða skipuleggjendum. Eftir leikinn gagnrýndi Regragui, þjálfari Marokkó, ákvörðun Thiaw um að taka lið sitt af velli og varði Díaz fyrir að hafa klúðrað vítaspyrnunni. Það sló hann út af laginu „Ég held að það hafi liðið langur tími áður en [Brahim] gat tekið vítaspyrnuna og það sló hann út af laginu,“ sagði Regragui. „Leikurinn sem við spiluðum var Afríku til skammar.“ The Moroccan national team announced in an official statement that it intends to take legal action against CAF and FIFA, citing Senegal’s threat to withdraw, which they believe unfairly affected Brahim Díaz during his penalty kick. pic.twitter.com/RxCMXajtep— All Sportz 🏀⚽ (@Allsportztv) January 19, 2026 Díaz sendi frá sér yfirlýsingu á mánudag vegna klúðraðrar vítaspyrnu og sagði: „Það verkjar í sálina. Mig dreymdi um þennan titil þökk sé allri þeirri ást sem þið hafið gefið mér. Öllum skilaboðum, öllum stuðningi sem fékk mig til að finna að ég væri ekki einn. Ég barðist með öllu sem ég átti, með hjartað umfram allt annað,“ skrifaði Diaz. Ég biðst afsökunar af öllu hjarta „Í gær brást mér bogalistin og ég tek fulla ábyrgð. Ég biðst afsökunar af öllu hjarta. Það verður erfitt fyrir mig að jafna mig, því þetta sár grær ekki auðveldlega... en ég mun reyna. Ekki fyrir sjálfan mig, heldur fyrir alla sem trúðu á mig og fyrir alla sem þjáðust með mér,“ skrifaði Diaz. „Ég mun halda áfram þar til ég get einn daginn endurgoldið ykkur alla þessa ást og orðið marokkósku þjóðinni minni til sóma,“ skrifaði Diaz.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira