Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar 14. janúar 2026 10:00 Í dag blasir við okkur allt önnur heimsmynd en fyrir aðeins örfáum árum síðan. Við lifum á tímum skjótra breytinga og mikillar óvissu. Það er stríð í Evrópu og víða annars staðar um hnöttinn, spenna milli stórvelda og heimurinn virðist sífellt sundraðri. Öryggi sem áður var sjálfsagt er ekki endilega lengur tryggt. Sem ung kona að horfa til framtíðarinnar sem bíður mín, lít ég til Evrópusambandsins og sé stöðugleika. Það er öflugt bandalag 27 ríkja sem við höfum mikla hugmyndalega samleið með. Þau standa fyrir friði, lýðræði, mannréttindum, samvinnu, frelsi, sjálfbærni og framförum – og í dag er Evrópusambandið raunverulega eina aflið sem hægt er að treysta að standi vörð um þessi gildi. Ísland myndi hafa gríðarlegan ávinning af því að vera fullgildur aðili að þessu samstarfi ríkja sem byggir á fyrrnefndum gildum, en ekki valdboði og einangrun. Þegar heimurinn er að klofna í blokkir og stórveldi sýna vaxandi skeytingarleysi gagnvart alþjóðalögum, værum við bæði sterkari og öruggari sem hluti af þessari heild. Oft heyrir maður sagt að það ætti að vera nóg að vera í NATO til að tryggja öryggi okkar og varnir. Aðild okkar Atlantshafsbandalaginu er vissulega gríðarlega mikilvæg þegar kemur að hernaðarlegu öryggi og vörnum gagnvart utanaðkomandi árásum, en Evrópusambandið nær hins vegar yfir mun víðara svið. Það myndi til dæmis tryggja okkur meira efnahagslegt, pólitískt og samfélagslegt öryggi. Raunin er líka sú að flest Evrópuríki eru aðilar að bæði NATO og Evrópusambandinu, því að það er ljóst að hernaðarlegt öryggi og pólitískur stöðugleiki haldast fast í hendur. Mín niðurstaða er því sú að ef Ísland væri með aðild að bæði NATO og ESB, væri okkur tryggð háværari rödd á heimsvísu, meiri áhrif og sterkara bakland. Ég tel að leiðin til þess að tryggja okkur Íslendingum sem besta og öruggasta framtíð liggi í samvinnu, en ekki einangrun. Samvinna útilokar ekki sjálfstæði, hún eflir það. Höfundur er laganemi og situr í stjórn Ungra Evrópusinna sem og Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Sjá meira
Í dag blasir við okkur allt önnur heimsmynd en fyrir aðeins örfáum árum síðan. Við lifum á tímum skjótra breytinga og mikillar óvissu. Það er stríð í Evrópu og víða annars staðar um hnöttinn, spenna milli stórvelda og heimurinn virðist sífellt sundraðri. Öryggi sem áður var sjálfsagt er ekki endilega lengur tryggt. Sem ung kona að horfa til framtíðarinnar sem bíður mín, lít ég til Evrópusambandsins og sé stöðugleika. Það er öflugt bandalag 27 ríkja sem við höfum mikla hugmyndalega samleið með. Þau standa fyrir friði, lýðræði, mannréttindum, samvinnu, frelsi, sjálfbærni og framförum – og í dag er Evrópusambandið raunverulega eina aflið sem hægt er að treysta að standi vörð um þessi gildi. Ísland myndi hafa gríðarlegan ávinning af því að vera fullgildur aðili að þessu samstarfi ríkja sem byggir á fyrrnefndum gildum, en ekki valdboði og einangrun. Þegar heimurinn er að klofna í blokkir og stórveldi sýna vaxandi skeytingarleysi gagnvart alþjóðalögum, værum við bæði sterkari og öruggari sem hluti af þessari heild. Oft heyrir maður sagt að það ætti að vera nóg að vera í NATO til að tryggja öryggi okkar og varnir. Aðild okkar Atlantshafsbandalaginu er vissulega gríðarlega mikilvæg þegar kemur að hernaðarlegu öryggi og vörnum gagnvart utanaðkomandi árásum, en Evrópusambandið nær hins vegar yfir mun víðara svið. Það myndi til dæmis tryggja okkur meira efnahagslegt, pólitískt og samfélagslegt öryggi. Raunin er líka sú að flest Evrópuríki eru aðilar að bæði NATO og Evrópusambandinu, því að það er ljóst að hernaðarlegt öryggi og pólitískur stöðugleiki haldast fast í hendur. Mín niðurstaða er því sú að ef Ísland væri með aðild að bæði NATO og ESB, væri okkur tryggð háværari rödd á heimsvísu, meiri áhrif og sterkara bakland. Ég tel að leiðin til þess að tryggja okkur Íslendingum sem besta og öruggasta framtíð liggi í samvinnu, en ekki einangrun. Samvinna útilokar ekki sjálfstæði, hún eflir það. Höfundur er laganemi og situr í stjórn Ungra Evrópusinna sem og Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun