Veður

Líkur á smá slyddu og snjó­komu syðst

Atli Ísleifsson skrifar
Frost verður á bilinu tvö til tíu stig og kaldast inn til landsins.
Frost verður á bilinu tvö til tíu stig og kaldast inn til landsins. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir austan og norðaustan fimm til þrettán metrar á sekúndu í dag, en hægviðri á Norður- og Austurlandi. Líkur á smá slyddu eða snjókomu syðst á landinu og smáél fyrir norðan, annars víða þurrt.

Á vef Veðurstofunnar segir að frost verði á bilinu tvö til tíu stig og kaldast inn til landsins fyrir norðan. Þó verður frostlaust við suðurströndina.

„Norðan strekkingur á morgun norðaustantil, annars heldur hægari vindur. Snjókoma við austurströndina, annars él um norðan og austanvert landið, en annars bjart með köflum. Frost 0 til 8 stig, en sums staðar frostlaust við ströndina,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag og föstudag: Norðlæg átt, 5-10 m/s og dálítil él, en þurrt um landið sunnanvert. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.

Á laugardag: Breytileg átt 3-8 og úrkomulítið. Vaxandi suðaustanátt síðdegis og hlýnar sunnan- og vestanlands með slyddu eða rigningu seint um kvöldið.

Á sunnudag: Sunnan 5-13 og rigning eða slydda á köflum, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 0 til 6 stig. Hægari suðvestanátt síðdegis og kólnar með stöku éljum vestantil.

Á mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir austlæga átt með dálítilli úrkomu í flestum landshlutum, síst vestantil. Allvíða frostlaust við ströndina, annars vægt frost.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×