Innlent

Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnar­firði

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að brjótast inn á heimili í Hafnarfirði og brjóta þar gegn tíu ára dreng. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar á Sýn klukkan hálf sjö.

Inga Sæland nýr menntamálaráðherra boðar breytingar. Lestur barna verði tekinn föstum tökum og snjallsímar verði ekki leyfðir í grunnskólum frá næsta hausti. Við ræðum við Ingu í kvöldfréttum og fjöllum um breytingar á ráðherraskipan. Þá ræðir Tómas Arnar Þorláksson við Guðlaug Þór Þórðarson þingmann Sjálfstæðisflokksins og Snorra Másson þingmann Miðflokksins um komandi þing. Þing verður sett eftir helgi.

Þá fjöllum við um að slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu ætlar í úttekt á notkun hljóðdempandi efna sem finnast á mörgum heimilum hér á Íslandi.

Við tölum líka við sérfræðing í málefnum Írans og fjöllum um spjallmennið Grok á samfélagsmiðlinum X sem notað hefur verið til kynferðislegra myndbirtinga.

Þá sýnum við frá þrettándagleði í Vestmannaeyjum þar sem tröll, álfar og jólasveinar verða áberandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×