Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Sindri Sverrisson skrifar 7. janúar 2026 18:13 Alfreð Finnbogason þekkir það betur en margir hvernig á að skora mörk og er hrifinn af sóknarsinnuðu hugarfari Rosenborgar-manna. Vísir/Hulda Margrét Forráðamenn Rosenborgar eru hæstánægðir með að hafa fengið Alfreð Finnbogason til starfa sem yfirmann íþróttamála. Samningur hans við norska stórveldið er til ársins 2030. Alfreð, sem lagði takkaskóna á hilluna árið 2024, er lærður sem yfirmaður íþróttamála eftir að hafa útskrifast úr námi í höfuðstöðvum UEFA í Sviss á síðasta ári. Áður hafði hann lokið námi í íþróttastjórnun við Johan Cruyff Institute og námi í hagfræði og stjórnun við Háskólann í Akureyri. Alfreð tekur við þessu stóra starfi hjá sigursælasta liði norsks fótbolta, sem unnið hefur norska meistaratitilinn 26 sinnum, eftir að hafa síðast verið tæknilegur ráðgjafi hjá Breiðabliki. Forráðamenn Rosenborgar segja að Alfreð hafi staðið upp úr, eftir langt og strangt ferli þar sem rætt var við fleiri kandídata, og ljóst að þeir heilluðust af því sem þessi reynslumikli fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður hefur fram að færa. „Við höfum fengið mjög góða mynd af Alfreð í gegnum þetta ferli, bæði sem persónu og af faglegri hæfni hans. Hann mun gefa okkur það sem við erum að leita að og er leiðtogi með skýr og afgerandi auðkenni sóknarsinnaðs leiks sem hann hefur með sér frá leikmannaferli sínum og menntun í Hollandi. Fótboltalandi sem Rosenborg á rætur sínar að rekja til,“ segir framkvæmdastjórinn Tore Berdal. „Hlutverk yfirmanns íþróttamála verður að leiða stórt teymi sem samanstendur meðal annars af yfirmanni leikmannamála, akademíunni og aðalþjálfara A-liðsins. Starfssviðið felur í sér að þróa íþróttaáætlun félagsins, fá til liðs við félagið þá leikmenn sem henta best leikstíl Rosenborg og tryggja þróun fremstu hæfileikabúnta Þrándheims. Eftir heildstætt mat varð Alfreð fyrir valinu,“ sagði Berdal. Sjálfur er Alfreð stoltur af nýja starfinu og ætlar að gera sitt til þess að Rosenborg geri betur en á síðustu leiktíð, þegar liðið hafnaði í 7. sæti. Hann mun þannig styðja við Svíann Alfred Johansson sem er þjálfari Rosenborgar. „Það er með mikilli auðmýkt sem ég tek við starfi yfirmanns íþróttamála hjá Rosenborg. Félagið hefur frábært orðspor í evrópskum fótbolta og er þekkt fyrir sóknarsinnaðan leikstíl sinn sem er innblásinn af hollenskum fótbolta. Það var hluti af því sem heillaði mig þegar ég var beðinn um að koma til greina í starfið,“ sagði Alfreð á heimasíðu Rosenborgar en hann raðaði sjálfur inn mörkum í hollensku úrvalsdeildinni á sínum tíma. „Í ráðningarferlinu hef ég fengið góða mynd af félaginu og hvernig við munum saman byggja Rosenborg aftur upp svo liðið komist á topp norskrar og alþjóðlegrar knattspyrnu. Ég hlakka til að leggja hart að mér, svo að Alfred Johansson og liðið fái bestu mögulegu skilyrði til að ná árangri árið 2026,“ sagði Alfreð. Cecilie Gotaas Johnsen, stjórnarformaður Rosenborgar, segir Alfreð afar góðan kost sem hjálpað gæti til í leikmannamálum með sínu tengslaneti: „Stjórnin hefur lagt áherslu á að ráðningin sé skýrt byggð á leikplani og metnaði Rosenborg Ballklub. Við verðum að hafa langtímasýn á þróun félagsins. Jafnframt sjáum við þörf fyrir ferskt og uppfært alþjóðlegt tengslanet þegar kemur að leikmannamálum. Þá verðum við annaðhvort að fá einhvern sem vinnur í dag við leikmannakaup og -sölu hjá alþjóðlegu toppfélagi eða hefur reynslu af því að hafa sjálfur spilað á hæsta stigi í evrópskum toppfótbolta. Stjórnin hefur metið Finnbogason sem afar góðan kost – bæði innan vallar sem utan,“ segir Johnsen. Norski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Sjá meira
Alfreð, sem lagði takkaskóna á hilluna árið 2024, er lærður sem yfirmaður íþróttamála eftir að hafa útskrifast úr námi í höfuðstöðvum UEFA í Sviss á síðasta ári. Áður hafði hann lokið námi í íþróttastjórnun við Johan Cruyff Institute og námi í hagfræði og stjórnun við Háskólann í Akureyri. Alfreð tekur við þessu stóra starfi hjá sigursælasta liði norsks fótbolta, sem unnið hefur norska meistaratitilinn 26 sinnum, eftir að hafa síðast verið tæknilegur ráðgjafi hjá Breiðabliki. Forráðamenn Rosenborgar segja að Alfreð hafi staðið upp úr, eftir langt og strangt ferli þar sem rætt var við fleiri kandídata, og ljóst að þeir heilluðust af því sem þessi reynslumikli fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður hefur fram að færa. „Við höfum fengið mjög góða mynd af Alfreð í gegnum þetta ferli, bæði sem persónu og af faglegri hæfni hans. Hann mun gefa okkur það sem við erum að leita að og er leiðtogi með skýr og afgerandi auðkenni sóknarsinnaðs leiks sem hann hefur með sér frá leikmannaferli sínum og menntun í Hollandi. Fótboltalandi sem Rosenborg á rætur sínar að rekja til,“ segir framkvæmdastjórinn Tore Berdal. „Hlutverk yfirmanns íþróttamála verður að leiða stórt teymi sem samanstendur meðal annars af yfirmanni leikmannamála, akademíunni og aðalþjálfara A-liðsins. Starfssviðið felur í sér að þróa íþróttaáætlun félagsins, fá til liðs við félagið þá leikmenn sem henta best leikstíl Rosenborg og tryggja þróun fremstu hæfileikabúnta Þrándheims. Eftir heildstætt mat varð Alfreð fyrir valinu,“ sagði Berdal. Sjálfur er Alfreð stoltur af nýja starfinu og ætlar að gera sitt til þess að Rosenborg geri betur en á síðustu leiktíð, þegar liðið hafnaði í 7. sæti. Hann mun þannig styðja við Svíann Alfred Johansson sem er þjálfari Rosenborgar. „Það er með mikilli auðmýkt sem ég tek við starfi yfirmanns íþróttamála hjá Rosenborg. Félagið hefur frábært orðspor í evrópskum fótbolta og er þekkt fyrir sóknarsinnaðan leikstíl sinn sem er innblásinn af hollenskum fótbolta. Það var hluti af því sem heillaði mig þegar ég var beðinn um að koma til greina í starfið,“ sagði Alfreð á heimasíðu Rosenborgar en hann raðaði sjálfur inn mörkum í hollensku úrvalsdeildinni á sínum tíma. „Í ráðningarferlinu hef ég fengið góða mynd af félaginu og hvernig við munum saman byggja Rosenborg aftur upp svo liðið komist á topp norskrar og alþjóðlegrar knattspyrnu. Ég hlakka til að leggja hart að mér, svo að Alfred Johansson og liðið fái bestu mögulegu skilyrði til að ná árangri árið 2026,“ sagði Alfreð. Cecilie Gotaas Johnsen, stjórnarformaður Rosenborgar, segir Alfreð afar góðan kost sem hjálpað gæti til í leikmannamálum með sínu tengslaneti: „Stjórnin hefur lagt áherslu á að ráðningin sé skýrt byggð á leikplani og metnaði Rosenborg Ballklub. Við verðum að hafa langtímasýn á þróun félagsins. Jafnframt sjáum við þörf fyrir ferskt og uppfært alþjóðlegt tengslanet þegar kemur að leikmannamálum. Þá verðum við annaðhvort að fá einhvern sem vinnur í dag við leikmannakaup og -sölu hjá alþjóðlegu toppfélagi eða hefur reynslu af því að hafa sjálfur spilað á hæsta stigi í evrópskum toppfótbolta. Stjórnin hefur metið Finnbogason sem afar góðan kost – bæði innan vallar sem utan,“ segir Johnsen.
Norski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Sjá meira