Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Lovísa Arnardóttir skrifar 6. janúar 2026 11:23 Kjartan Már bæjarstjóri segir miður að búslóðunum hafi verið hent en um mannleg mistök hafi verið að ræða. Aðsend Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir það hafa verið mannleg mistök þegar starfsmenn bæjarins tæmdu tvær geymslur í fjölbýlishúsi á Ásbrú og hentu eða gáfu búslóð tveggja íbúa bæjarins. Fyrst var fjallað um málið á vef RÚV í gær en þar var rætt við stjúpmóður konu sem hafði geymt dótið sitt í annarri geymslunni. Í frétt RÚV kom fram að í geymslunni hafi hún geymt sjónvarp, rúm, uppþvottavél og flestar aðrar eigur sínar. Hún hafi verið með dótið í geymslu á meðan hún leitaði sér að húsnæði. Í frétt RÚV kom jafnframt fram að tveir íbúar hafi kært sveitarfélagið eða leitað sér lögfræðiaðstoðar vegna málsins. Kjartan segir enga formlega kvörtun eða kæru enn hafa borist bænum en að um leið og hún berst verði brugðist við henni. Hann telur að best væri ef málið væri kært til lögreglunnar og það færi þannig í formlegt ferli. „Við erum að ná utan um þetta smátt og smátt. Þetta voru mannleg mistök,“ segir Kjartan Már. Húsnæði á leigu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd Hann segir bæinn hafa verið með fjölbýlishúsið í Ásbrú til leigu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Starfsmenn bæjarins hafi svo fyrir áramót fengið það verkefni að tæma húsið og þrífa svo hægt væri að afhenda leigusala það aftur. Umsækjendurnir væru farnir af landi brott og einhverjir hefðu skilið eftir dót. „Starfsfólk sem var í þessu verkefni vissi ekki að það væru tvær geymslur af átta sem voru ekki okkar.“ Hann segir óljóst hvernig það kom til að tvær geymslur hafi verið leigðar öðrum en það sé líklega á ábyrgð leigusala. „Þetta er glatað en mannleg mistök, við skoðum það með opnum hug ef það koma rökstuddar kröfur,“ segir hann og að bærinn sé með tryggingar en það eigi eftir að koma í ljós hvort eða hversu mikið þær bæta. Bærinn þurfi að fá ítarlegan lista um það sem var í geymslunni svo hægt sé að meta tjónið. „Við munum allavega bæta. Þetta eru klárlega mistök, hvort sem þau eru okkar eða leigusalans. Þetta er allavega ekki íbúunum að kenna eða þeim sem eiga þetta. Við munum finna út úr því þannig allir skilji sáttir.“ Þetta verður bætt, þú ert að segja það? „Ég er að segja það. En hver, hve mikið og hvenær, ég get ekki svarað því.“ Reykjanesbær Hælisleitendur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Sjá meira
Í frétt RÚV kom fram að í geymslunni hafi hún geymt sjónvarp, rúm, uppþvottavél og flestar aðrar eigur sínar. Hún hafi verið með dótið í geymslu á meðan hún leitaði sér að húsnæði. Í frétt RÚV kom jafnframt fram að tveir íbúar hafi kært sveitarfélagið eða leitað sér lögfræðiaðstoðar vegna málsins. Kjartan segir enga formlega kvörtun eða kæru enn hafa borist bænum en að um leið og hún berst verði brugðist við henni. Hann telur að best væri ef málið væri kært til lögreglunnar og það færi þannig í formlegt ferli. „Við erum að ná utan um þetta smátt og smátt. Þetta voru mannleg mistök,“ segir Kjartan Már. Húsnæði á leigu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd Hann segir bæinn hafa verið með fjölbýlishúsið í Ásbrú til leigu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Starfsmenn bæjarins hafi svo fyrir áramót fengið það verkefni að tæma húsið og þrífa svo hægt væri að afhenda leigusala það aftur. Umsækjendurnir væru farnir af landi brott og einhverjir hefðu skilið eftir dót. „Starfsfólk sem var í þessu verkefni vissi ekki að það væru tvær geymslur af átta sem voru ekki okkar.“ Hann segir óljóst hvernig það kom til að tvær geymslur hafi verið leigðar öðrum en það sé líklega á ábyrgð leigusala. „Þetta er glatað en mannleg mistök, við skoðum það með opnum hug ef það koma rökstuddar kröfur,“ segir hann og að bærinn sé með tryggingar en það eigi eftir að koma í ljós hvort eða hversu mikið þær bæta. Bærinn þurfi að fá ítarlegan lista um það sem var í geymslunni svo hægt sé að meta tjónið. „Við munum allavega bæta. Þetta eru klárlega mistök, hvort sem þau eru okkar eða leigusalans. Þetta er allavega ekki íbúunum að kenna eða þeim sem eiga þetta. Við munum finna út úr því þannig allir skilji sáttir.“ Þetta verður bætt, þú ert að segja það? „Ég er að segja það. En hver, hve mikið og hvenær, ég get ekki svarað því.“
Reykjanesbær Hælisleitendur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Sjá meira