Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Sindri Sverrisson skrifar 6. janúar 2026 12:01 Ýmir Örn Gíslason á æfingu íslenska landsliðsins sem kom saman á föstudaginn og hefur æft í Safamýri, fyrir komandi Evrópumót. Sýn Sport Ýmir Örn Gíslason segir það ekki hafa verið sárt að sjá tvo af sérfræðingum RÚV, landsliðsmennina fyrrverandi Loga Geirsson og Kára Kristján Kristjánsson, kjósa að hann yrði ekki með í hópnum sem fer á EM í handbolta í næstu viku. Ýmir er á sínum stað í EM-hópi Snorra Steins Guðjónssonar, líkt og hann hefur verið um árabil, og þessi 28 ára baráttuglaði línumaður Göppingen í Þýskalandi er eflaust staðráðinn í að láta ljós sitt skína í Svíþjóð á Evrópumótinu. Ýmir lætur það ekki trufla sig að tveir af þremur sérfræðingum RÚV, sem fengnir voru til að velja sinn EM-hóp, hafi valið aðra umfram hann. „Hver og einn hefur sína skoðun. Það er bara gott og blessað. En það er Snorri sem velur hópinn. Ég tel mig vera með mikla reynslu og geta hjálpað liðinu á marga vegu,“ sagði Ýmir í viðtali við Val Pál Eiríksson á föstudaginn. En var ekki sárt að fá þessi skilaboð frá Kára og Loga? „Alls ekki. Ég veit hvar ég stend í þessu liði, mína reynslu og mína getu. Ég veit það manna best,“ sagði Ýmir en viðtalið við hann í heild má sjá hér að neðan. Klippa: Ýmir spenntur fyrir EM Ísland spilar fyrsta leik sinn á EM gegn Ítölum þarnæsta föstudagskvöld en spilar fyrst við Slóveníu á æfingamóti í Frakklandi á föstudaginn, og svo gegn Frökkum eða Austurríkismönnum á sunnudaginn. Eftir það tekur EM við með leikjum við Ítalíu 16. janúar, Pólland 18. janúar og Ungverjaland 20. janúar, og svo vonandi leikjum í milliriðli í kjölfarið. Ýmir er varkár varðandi allt tal um hvaða kröfur sé hægt að gera á íslenska liðið en benti á að í þetta sinn væru allir helstu lykilmenn liðsins ómeiddir: „Mér finnst hópurinn frábær. Það eru allir heilir að mér skilst, sem er númer eitt, tvö og þrjú. Það hefur ekki alltaf verið þannig. Vonandi helst það þannig og þá eru okkur allir vegir færir.“ Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Tengdar fréttir Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Kristján Örn Kristjánsson er á leið til Danmerkur til að fá leyst úr kviðsliti á komandi dögum á meðan félagar hans í karlalandsliðinu í handbolta fara á EM. Donni segir að íslenska liðið eigi að stefna hátt. 6. janúar 2026 10:02 Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Glatt var á hjalla og hamingjuóskum rigndi yfir Gísla Þorgeir Kristjánsson er karlalandsliðið í handbolta kom saman til æfinga í gær fyrir komandi Evrópumót. 3. janúar 2026 09:31 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Sjá meira
Ýmir er á sínum stað í EM-hópi Snorra Steins Guðjónssonar, líkt og hann hefur verið um árabil, og þessi 28 ára baráttuglaði línumaður Göppingen í Þýskalandi er eflaust staðráðinn í að láta ljós sitt skína í Svíþjóð á Evrópumótinu. Ýmir lætur það ekki trufla sig að tveir af þremur sérfræðingum RÚV, sem fengnir voru til að velja sinn EM-hóp, hafi valið aðra umfram hann. „Hver og einn hefur sína skoðun. Það er bara gott og blessað. En það er Snorri sem velur hópinn. Ég tel mig vera með mikla reynslu og geta hjálpað liðinu á marga vegu,“ sagði Ýmir í viðtali við Val Pál Eiríksson á föstudaginn. En var ekki sárt að fá þessi skilaboð frá Kára og Loga? „Alls ekki. Ég veit hvar ég stend í þessu liði, mína reynslu og mína getu. Ég veit það manna best,“ sagði Ýmir en viðtalið við hann í heild má sjá hér að neðan. Klippa: Ýmir spenntur fyrir EM Ísland spilar fyrsta leik sinn á EM gegn Ítölum þarnæsta föstudagskvöld en spilar fyrst við Slóveníu á æfingamóti í Frakklandi á föstudaginn, og svo gegn Frökkum eða Austurríkismönnum á sunnudaginn. Eftir það tekur EM við með leikjum við Ítalíu 16. janúar, Pólland 18. janúar og Ungverjaland 20. janúar, og svo vonandi leikjum í milliriðli í kjölfarið. Ýmir er varkár varðandi allt tal um hvaða kröfur sé hægt að gera á íslenska liðið en benti á að í þetta sinn væru allir helstu lykilmenn liðsins ómeiddir: „Mér finnst hópurinn frábær. Það eru allir heilir að mér skilst, sem er númer eitt, tvö og þrjú. Það hefur ekki alltaf verið þannig. Vonandi helst það þannig og þá eru okkur allir vegir færir.“
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Tengdar fréttir Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Kristján Örn Kristjánsson er á leið til Danmerkur til að fá leyst úr kviðsliti á komandi dögum á meðan félagar hans í karlalandsliðinu í handbolta fara á EM. Donni segir að íslenska liðið eigi að stefna hátt. 6. janúar 2026 10:02 Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Glatt var á hjalla og hamingjuóskum rigndi yfir Gísla Þorgeir Kristjánsson er karlalandsliðið í handbolta kom saman til æfinga í gær fyrir komandi Evrópumót. 3. janúar 2026 09:31 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Sjá meira
Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Kristján Örn Kristjánsson er á leið til Danmerkur til að fá leyst úr kviðsliti á komandi dögum á meðan félagar hans í karlalandsliðinu í handbolta fara á EM. Donni segir að íslenska liðið eigi að stefna hátt. 6. janúar 2026 10:02
Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Glatt var á hjalla og hamingjuóskum rigndi yfir Gísla Þorgeir Kristjánsson er karlalandsliðið í handbolta kom saman til æfinga í gær fyrir komandi Evrópumót. 3. janúar 2026 09:31