Körfubolti

Rekinn úr Kefla­vík en ráðinn á Skaganum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Darryl Morsell í leik með Keflavík fyrr í vetur.
Darryl Morsell í leik með Keflavík fyrr í vetur. Vísir/Anton Brink

Darryl Morsell verður áfram í Bónusdeild karla í körfubolta þrátt fyrir að Keflvíkingar hafi látið hann fara á dögunum.

Skagamenn tilkynntu það í kvöld að þeir væru búnir að semja við þennan bandaríska leikmann.

Keflvíkingar létu Darryl Morsell fara þegar þeir sömdu við Remy Martin en hvert lið má aðeins vera með einn bandarískan leikmann.

Morsell var með 17,5 stig, 6,8 fráköst og 3,8 stoðsendingar að meðaltali með Keflvíkingum fyrir áramót. Keflavík tapaði í kvöld fyrsta leiknum án hans.

Þetta er í annað skiptið í vetur sem Skagamenn semja við bandarískan leikmann sem er látinn fara en það gerðu þeir einnig þegar Ármann lét Dibaji Walker fara. Walker hefur nú leikið sinn síðasta leik fyrr ÍA.

Skagamenn sitja í ellefta sæti með þrjá sigra og níu töp en þeir hafa tapað fjórum síðustu leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×