Fótbolti

Vara­maður Alberts skoraði sigur­markið

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Albert var farinn af velli en fagnaði með Moise Kean að leik loknum. 
Albert var farinn af velli en fagnaði með Moise Kean að leik loknum.  Getty

Fiorentina vann 1-0 gegn Cremonese í 18. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Moise Kean kom inn á fyrir Albert Guðmundsson og skoraði sigurmarkið.

Fiorentina var mun hættulegri aðilinn allan leikinn en tókst ekki að skora fyrr en í uppbótartíma. Fram að því hafði liðið klúðrað tveimur dauðafærum og Alberti tókst ekki að skora úr sínum fjórum skotum.

Albert var síðan tekinn af velli á 85. mínútu fyrir Moise Kean sem setti sigurmarkið á annarri mínútu uppbótartíma.

Sigurinn var gríðarmikilvægur fyrir Fiorentina og lyfti liðinu upp í 18. sæti ítölsku deildarinnar.

Fjólubláa liðið frá Flórens hefur nú unnið tvo af síðustu þremur leikjum eftir að hafa mistekist að vinna sigur í fyrstu sextán leikjum tímabilsins. Nýi þjálfarinn Paolo Vanoli virðist loksins vera að snúa hlutunum við eftir erfiðan fyrsta mánuð í starfi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×