Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson og Elías Blöndal Guðjónsson skrifa 3. janúar 2026 08:01 Ágætu nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar. Það hlýtur að vekja furðu kjósenda að heyra það haft eftir nefndarmönnum að málefni netverslunar með áfengi hafi ekki verið tekin til efnislegrar umræðu á vettvangi nefndarinnar. Á meðan nefndin situr hjá ríkir réttaróvissa sem hið opinbera hefur sjálft skapað og viðhaldið. Staðan er sú að lögregluyfirvöld reka nú sakamál gegn íslensku fyrirtæki og einstaklingi - mál sem ber öll merki þess að vera „prófmál“. Ákært er fyrir sölu á hvítvínsbelju til að knýja fram dómstólaleiðina. Í réttarríki er það grundvallarregla að borgararnir eigi að geta lesið lög og vitað hvað er refsivert og hvað ekki. Þegar lögreglan þarf að sækja „prófmál“ fyrir dómstólum til að fá úr því skorið hvort tiltekin atvinnustarfsemi sé lögleg þá er það skýrt merki um að löggjafinn hafi brugðist hlutverki sínu. Er það virkilega hlutverk dómstóla að móta áfengisstefnu þjóðarinnar vegna þess að Alþingi treystir sér ekki til að ræða málið? Öfug mismunun og atvinnufrelsi Núverandi ástand felur í sér mismunun sem stríðir gegn jafnræðisreglu og atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Íslenskir neytendur geta hindrunarlaust pantað áfengi frá erlendum netverslunum samkvæmt reglum EES samningsins um frjálst flæði vöru. Þegar þessir erlendu aðilar hyggjast veita neytendum betri þjónustu er þeim mætt með lögreglurannsókn og ákæru. Hvernig getur allsherjarnefnd Alþingis varið það ástand að íslenskum frumkvöðlum sé meinað að stunda viðskipti sem erlendum aðilum er heimilt að stunda við íslenska neytendur? Þá verður ekki framhjá því litið að ríkiseinokunin er í raun þegar fallin. Löggjafinn hefur nú þegar heimilað brugghúsum að selja áfengi beint til neytenda á framleiðslustað. Jafnframt sinnir einkarekið fyrirtæki áfengissölu í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, sem er stærsta áfengisverslun landsins. Þegar einkaaðilum er treyst fyrir sölu áfengis á flugvellinum og framleiðendum er treyst fyrir beinni sölu, á hvaða lögmætu rökum byggir þá bannið við því að aðrar innlendar verslanir stundi sambærilega starfsemi? Að eitt einkafyrirtæki megi starfa á hinum meinta einokunarmarkaði en öðrum sé meinað slíkt hið sama með lögregluvaldi hlýtur að kalla á skoðun nefndarinnar á því hvort 75. gr. stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi sé virt. Þessi mismunun er fullkomlega óásættanleg og það sætir furðu að nefndin hafi ekki þegar tekið þetta ósamræmi til skoðunar. Lýðheilsa eða verslunarhagsmunir? Einokun ÁTVR hefur jafnan verið réttlætt með lýðheilsusjónarmiðum og þeirri undanþágu sem Ísland nýtur frá EES samningnum. Sú undanþága byggði á því að ríkið ræki takmarkaðan fjölda verslana til að stýra aðgengi. Þegar undanþágan var veitt voru verslanirnar níu talsins en í dag rekur ÁTVR 52 verslanir auk sjö afhendingarstaða í matvöruverslunum og leggur áherslu á nútímalega þjónustu og vöruúrval. Ríkið hefur því í reynd færst frá því að vera verndari lýðheilsu yfir í að vera markaðsdrifið smásölufyrirtæki. Markmið ríkisstofnunarinnar er að auka aðgengi neytenda að áfengi en ekki hindra það. Þá verður ekki litið framhjá því að öryggi í aldurseftirliti er mun meira hjá netverslunum en í ríkisverslunum. Netverslanir nýta rafræn skilríki sem tryggja 100% vissu fyrir aldri kaupanda við pöntun. Á sama tíma byggir eftirlit ÁTVR á sjónmati starfsmanna, aðferð sem reglulega bregst samkvæmt eigin könnunum stofnunarinnar. Að halda því fram að einokun ríkisins sé nauðsynleg til að vernda ungmenni þegar einkaaðilar bjóða upp á tæknilega fullkomnari lausnir til aldursgreiningar stenst enga skoðun. Áskorun til nefndarinnar Það er ábyrgðarhluti að allsherjar- og menntamálanefnd hafi ekki tekið þessa stöðu til umræðu. Með aðgerðaleysi sínu samþykkir nefndin að lögregla og dómstólar móti löggjöfina í stað kjörinna fulltrúa. Við skorum á nefndina að taka málið þegar til meðferðar, greiða úr réttaróvissunni og tryggja að íslensk lög endurspegli nútímann, jafnræði og tækniframfarir. Það er óviðunandi staða að úrelt kerfi sé varið með lögregluvaldi. Virðingarfyllst,Arnar Sigurðsson og Elías Blöndal Guðjónsson Höfundur eru eigendur Sante. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Netverslun með áfengi Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Ágætu nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar. Það hlýtur að vekja furðu kjósenda að heyra það haft eftir nefndarmönnum að málefni netverslunar með áfengi hafi ekki verið tekin til efnislegrar umræðu á vettvangi nefndarinnar. Á meðan nefndin situr hjá ríkir réttaróvissa sem hið opinbera hefur sjálft skapað og viðhaldið. Staðan er sú að lögregluyfirvöld reka nú sakamál gegn íslensku fyrirtæki og einstaklingi - mál sem ber öll merki þess að vera „prófmál“. Ákært er fyrir sölu á hvítvínsbelju til að knýja fram dómstólaleiðina. Í réttarríki er það grundvallarregla að borgararnir eigi að geta lesið lög og vitað hvað er refsivert og hvað ekki. Þegar lögreglan þarf að sækja „prófmál“ fyrir dómstólum til að fá úr því skorið hvort tiltekin atvinnustarfsemi sé lögleg þá er það skýrt merki um að löggjafinn hafi brugðist hlutverki sínu. Er það virkilega hlutverk dómstóla að móta áfengisstefnu þjóðarinnar vegna þess að Alþingi treystir sér ekki til að ræða málið? Öfug mismunun og atvinnufrelsi Núverandi ástand felur í sér mismunun sem stríðir gegn jafnræðisreglu og atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Íslenskir neytendur geta hindrunarlaust pantað áfengi frá erlendum netverslunum samkvæmt reglum EES samningsins um frjálst flæði vöru. Þegar þessir erlendu aðilar hyggjast veita neytendum betri þjónustu er þeim mætt með lögreglurannsókn og ákæru. Hvernig getur allsherjarnefnd Alþingis varið það ástand að íslenskum frumkvöðlum sé meinað að stunda viðskipti sem erlendum aðilum er heimilt að stunda við íslenska neytendur? Þá verður ekki framhjá því litið að ríkiseinokunin er í raun þegar fallin. Löggjafinn hefur nú þegar heimilað brugghúsum að selja áfengi beint til neytenda á framleiðslustað. Jafnframt sinnir einkarekið fyrirtæki áfengissölu í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, sem er stærsta áfengisverslun landsins. Þegar einkaaðilum er treyst fyrir sölu áfengis á flugvellinum og framleiðendum er treyst fyrir beinni sölu, á hvaða lögmætu rökum byggir þá bannið við því að aðrar innlendar verslanir stundi sambærilega starfsemi? Að eitt einkafyrirtæki megi starfa á hinum meinta einokunarmarkaði en öðrum sé meinað slíkt hið sama með lögregluvaldi hlýtur að kalla á skoðun nefndarinnar á því hvort 75. gr. stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi sé virt. Þessi mismunun er fullkomlega óásættanleg og það sætir furðu að nefndin hafi ekki þegar tekið þetta ósamræmi til skoðunar. Lýðheilsa eða verslunarhagsmunir? Einokun ÁTVR hefur jafnan verið réttlætt með lýðheilsusjónarmiðum og þeirri undanþágu sem Ísland nýtur frá EES samningnum. Sú undanþága byggði á því að ríkið ræki takmarkaðan fjölda verslana til að stýra aðgengi. Þegar undanþágan var veitt voru verslanirnar níu talsins en í dag rekur ÁTVR 52 verslanir auk sjö afhendingarstaða í matvöruverslunum og leggur áherslu á nútímalega þjónustu og vöruúrval. Ríkið hefur því í reynd færst frá því að vera verndari lýðheilsu yfir í að vera markaðsdrifið smásölufyrirtæki. Markmið ríkisstofnunarinnar er að auka aðgengi neytenda að áfengi en ekki hindra það. Þá verður ekki litið framhjá því að öryggi í aldurseftirliti er mun meira hjá netverslunum en í ríkisverslunum. Netverslanir nýta rafræn skilríki sem tryggja 100% vissu fyrir aldri kaupanda við pöntun. Á sama tíma byggir eftirlit ÁTVR á sjónmati starfsmanna, aðferð sem reglulega bregst samkvæmt eigin könnunum stofnunarinnar. Að halda því fram að einokun ríkisins sé nauðsynleg til að vernda ungmenni þegar einkaaðilar bjóða upp á tæknilega fullkomnari lausnir til aldursgreiningar stenst enga skoðun. Áskorun til nefndarinnar Það er ábyrgðarhluti að allsherjar- og menntamálanefnd hafi ekki tekið þessa stöðu til umræðu. Með aðgerðaleysi sínu samþykkir nefndin að lögregla og dómstólar móti löggjöfina í stað kjörinna fulltrúa. Við skorum á nefndina að taka málið þegar til meðferðar, greiða úr réttaróvissunni og tryggja að íslensk lög endurspegli nútímann, jafnræði og tækniframfarir. Það er óviðunandi staða að úrelt kerfi sé varið með lögregluvaldi. Virðingarfyllst,Arnar Sigurðsson og Elías Blöndal Guðjónsson Höfundur eru eigendur Sante.
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar