Sport

Met­ár fyrir danskt í­þrótta­fólk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danir fengu mörg tækifæri til að fagna á síðasta ári þar á meðal þegar Danir urðu heimsmeistarar karla í handbolta. Hér má sjá þá Thomas Sommer Arnoldsen og Emil Jakobsen með bikarinn á Ráðhústorginu.
Danir fengu mörg tækifæri til að fagna á síðasta ári þar á meðal þegar Danir urðu heimsmeistarar karla í handbolta. Hér má sjá þá Thomas Sommer Arnoldsen og Emil Jakobsen með bikarinn á Ráðhústorginu. EPA/Mads Claus Rasmussen

Danir höfðu margt til monta sig af þegar kemur að nýloknu íþróttaári. 2025 var nefnilega metár í dönskum verðlaunum í íþróttum.

Danskt íþróttafólk vann á árinu metfjölda verðlauna á Evrópumótum og heimsmeistaramótum. Alls urðu þau 172 talsins.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþróttasambandi Danmerkur.

Þar með er metið frá því í fyrra, 167 verðlaun á HM, EM og Ólympíuleikum, nú fallið. Að sögn íþróttasambandsins fækkar verðlaunum venjulega árið eftir Ólympíuleika, en það var ekki svo að þessu sinni.

Þetta var þriðja árið í röð sem Danir vinna fleiri verðlaun á stórmótum á milli ára.

Þrátt fyrir að fleiri verðlaun hafi unnist í ár en í fyrra fækkaði gullverðlaununum þó: 48 í ár á móti 61 í fyrra.

Verðlaunin skiptust í 48 gullverðlaun, 48 silfurverðlaun og 76 bronsverðlaun. Ári áður unnust 61 gullverðlaun, 45 silfurverðlaun og 61 bronsverðlaun.

Auk 172 verðlauna á HM og EM unnust einnig átta verðlaun á Heimaleikunum (The World Games), sem eru eins konar Ólympíuleikar fyrir íþróttir sem ekki eru ólympíugreinar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×