Innlent

Miða­hafi á Ís­landi vann 642 milljónir í Víkinga­lottói

Atli Ísleifsson skrifar
Miðinn var keyptur á netinu.
Miðinn var keyptur á netinu. Vísir/Vilhelm

Heppinn miðahafi á Íslandi vann í gærkvöldi fyrsta vinning í Vikinglottói og varð þá 642 milljónum ríkari.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Þar segir að miðahafinn hafi fengið vinninginn óskiptan þar sem hann hafi verið sá eini með allar tölur réttar og því hann rúmar 642 milljónir krónur í vasann. Miðinn var keyptur á lotto.is.

„Þá var einn Norðmaður með 2. vinning sem fær rúmar 20,2 milljónir í vinning.

Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jóker en tveir voru með 2. vinning og fá þeir 125 þúsund krónur hvor í vinning. Annar miðinn er í áskrift og hinn var keyptur í Lottó appinu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×