Handbolti

Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Viðarsson fagnaði sigri með Karlskrona í kvöld.
Arnór Viðarsson fagnaði sigri með Karlskrona í kvöld. Karlskrona

Íslendingaliðið Karlskrona komst upp í áttunda sæti sænsku handboltadeildarinnar í kvöld eftir góðan heimasigur.

Karlskrona vann tveggja marka sigur á Hallby, 30-28, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 18-15.

Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson kom að sex mörkum í kvöld, skoraði tvö mörk sjálfur en átti einnig fjórar stoðsendingar.

Arnór gaf flestar stoðsendingar í sínu liði en hann nýtti tvö af fimm skotum sínum.

Eftir þennan sigur er Karlskrona með sautján stig eftir sautján leiki en liðið endaði tveggja leikja taphrinu með þessum sigri.

Það gekk ekki eins vel hjá Arnari Birki Hálfdánssyni og félögum í Amo HK. Amo tapaði með tveimur mörkum á útivelli á móti Västerås Irsta, 34-32, en Arnar náði aðeins að nýta eitt af sex skotum sínum en gaf eina stoðsendingu að auki.

Amo HK er því áfram í tíunda sæti en liðið var þarna að tapa fyrir neðsta liði deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×