Sport

Glímdi við augnsjúkdóm

Valur Páll Eiríksson skrifar
Luke Littler á leik á HM í pílukasti í kvöld.
Luke Littler á leik á HM í pílukasti í kvöld. Vísir/Getty

Luke Littler, ríkjandi heimsmeistari í pílukasti, þurfti að undirgangast augnaðgerð á unga aldri vegna sjónskekkju. Sjónin stríðir kappanum lítið í dag.

Hinn 18 ára gamli Littler sem varð heimsmeistari í pílukasti á síðasta ári þykir líklegastur til að vinna HM í pílukasti aftur í ár. Mótið hefst aftur í dag eftir jólapásu.

Ekki er víst að Littler hefði orðið svo frambærilegur pílukastari ef ekki hefði verið fyrir aðgerð sem hann undirgekkst sem barn vegna fráeygðar (strabismus). Fráeygð veldur því að einstaklingur sé tileygður og getur ollið sjónskekkju. Aðgerðar er þó ekki alltaf þörf.

Littler var spurður hvort líf hans hefði farið á annan veg hefði hann ekki gengist undir aðgerðina á sínum tíma.

„Þetta var lagað þegar ég var fjögurra eða fimm ára. Ég man lítið eftir því. Þegar ég var yngri var mér nokk sama um þetta, en eftir á að hyggja er gott að ég hafi farið í aðgerðina,“ hefur breska ríkisútvarpið, BBC, eftir Littler.

Littler er meðal þeirra sem stígur á svið þegar HM í pílukasti í kvöld. Keppni hófst klukkan 12:30 og er í beinni sem stendur á Sýn Sport Viaplay.

Dagskráin á HM í pílukasti í dag

12:25 á Sýn Sport Viaplay

  • Wesley Plaisier (Holland) - Krzysztof Ratajski (Pólland
  • Andrew Gilding (England) - Luke Woodhouse (England)
  • Jonny Clayton (Wales) - Niels Zonneveld (Holland)

18:55 á Sýn Sport Viaplay

  • Andreas Harrysson (Svíþjóð) - Ricardo Pietreczko (Þýskaland)
  • Stephen Bunting (England) - James Hurrell (England)
  • Luke Littler (England) - Mensur Suljovic (Austurríki)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×