Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. desember 2025 10:20 Shai vafðist ekki tunga um tönn, hitt liðið er einfaldlega betra. Kenneth Richmond/Getty Images Ríkjandi NBA meistarar Oklahoma City Thunder töpuðu í þriðja sinn í röð gegn San Antonio Spurs í nótt en þetta var aðeins fimmta tap liðsins á tímabilinu. Spurs eru með gott tak á toppliðinu og unnu jóladagsleikinn með fimmtán stigum, 117-102. Þetta var í þriðja sinn sem liðin mætast á undanförnum tveimur vikum en Spurs slógu Thunder út úr undanúrslitum NBA bikarsins þann 13. desember með tveggja stiga sigri og liðin mættust síðan aftur á Þorláksmessu þar sem Spurs unnu með tuttugu stigum. Framan af tímabili virtust meistararnir frá Oklahoma algjörlega óstöðvandi og liðið var borið saman við bestu lið í sögu deildarinnar, Chicago Bulls (72-10) og Golden State Warriors (73-9) en sigurhlutfall þeirra hefur nú farið úr 24-1 yfir í 26-5. Hins vegar hafa Spurs stigið upp í annað sæti vesturdeildarinnar og eru nú með 23 sigra og 7 töp. Þetta er líka í fyrsta sinn í fjögur ár, eða síðan Thunder fóru aftur að gera sig gildandi, sem liðið tapar tveimur leikjum í röð með að minnsta kosti fimmtán stigum. „Við þurfum að verða betri, þú tapar ekki þremur leikjum í röð á svona stuttum tíma nema af því hitt liðið er betra. Við þurfum að verða betri ef við viljum ná markmiði okkar [að verja titilinn]“ sagði verðmætasti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili, Shai Gilgeous-Alexander. Hann skoraði 22 stig og gaf 4 stoðsendingar fyrir Oklahoma en leikstjórnandi Spurs, De‘Aron Fox, var stigahæstur með 29 stig auk 3 stoðsendinga. Victor Wembanyama skoraði 19 stig og greip 11 fráköst en hann er enn að jafna sig af meiðslum og spilaði aðeins 26 mínútur. NBA Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Sjá meira
Spurs eru með gott tak á toppliðinu og unnu jóladagsleikinn með fimmtán stigum, 117-102. Þetta var í þriðja sinn sem liðin mætast á undanförnum tveimur vikum en Spurs slógu Thunder út úr undanúrslitum NBA bikarsins þann 13. desember með tveggja stiga sigri og liðin mættust síðan aftur á Þorláksmessu þar sem Spurs unnu með tuttugu stigum. Framan af tímabili virtust meistararnir frá Oklahoma algjörlega óstöðvandi og liðið var borið saman við bestu lið í sögu deildarinnar, Chicago Bulls (72-10) og Golden State Warriors (73-9) en sigurhlutfall þeirra hefur nú farið úr 24-1 yfir í 26-5. Hins vegar hafa Spurs stigið upp í annað sæti vesturdeildarinnar og eru nú með 23 sigra og 7 töp. Þetta er líka í fyrsta sinn í fjögur ár, eða síðan Thunder fóru aftur að gera sig gildandi, sem liðið tapar tveimur leikjum í röð með að minnsta kosti fimmtán stigum. „Við þurfum að verða betri, þú tapar ekki þremur leikjum í röð á svona stuttum tíma nema af því hitt liðið er betra. Við þurfum að verða betri ef við viljum ná markmiði okkar [að verja titilinn]“ sagði verðmætasti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili, Shai Gilgeous-Alexander. Hann skoraði 22 stig og gaf 4 stoðsendingar fyrir Oklahoma en leikstjórnandi Spurs, De‘Aron Fox, var stigahæstur með 29 stig auk 3 stoðsendinga. Victor Wembanyama skoraði 19 stig og greip 11 fráköst en hann er enn að jafna sig af meiðslum og spilaði aðeins 26 mínútur.
NBA Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti