Innlent

Sig­ríður Hall­dórs­dóttir nýr rit­stjóri Kastljóss

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Sigríður hefur starfað hjá Rúv um árabil.
Sigríður hefur starfað hjá Rúv um árabil. Vísir/Vilhelm

Sigríður Halldórsdóttir hefur verið ráðin sem ritstjóri Kastljóss. Hún hefur starfað sem sjónvarpskona á Rúv en tekur til starfa eftir áramót.

Þetta var tilkynnt á Rúv. Sigríður tekur við af Baldvini Þór Bergssyni sem hætti sem ritstjóri til að einbeita sér að störfum sínum sem varafréttastjóri og ritstjóri fréttatengdra þátta hjá Ríkisútvarpinu.

Sigríður hefur starfað um árabil hjá Ríkisútvarpinu, til að mynda fyrir fréttaskýringaþáttinn Kveik og Landann. Um tíma var hún umsjónarmaður Torgsins og sá um og samdi þættina Ævi og Rætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×