Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar 19. desember 2025 12:01 Nú í vikunni báðu Sameinuðu þjóðirnar og yfir 200 hjálparsamtök allar þjóðir heims um að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að þrýsta á Ísrael um að hleypa hjálpargögnum inn á Gaza - eins og Ísrael hefur skuldbundið sig til að gera. Á hverjum degi deyr fólk á Gaza vegna skorts á mat, lyfjum og tjöldum. Þannig heldur Ísrael þjóðarmorðinu áfram því mjög lítill hluti þeirra hjálpargagna sem átti að flytja inn á Gaza samkvæmt vopnahlésskilmálunum er hleypt þangað inn. Ástæðan er nýjar reglur ísraelskra yfirvalda sem gera hjálparstarf þar ómögulegt samkvæmt því sem Sameinuðu þjóðirnar og á þriðja hundrað hjálparsamtök segja í ákalli sínu á miðvikudag. Allir þessir aðilar segja að eina leiðn til að rjúfa þennan vítahring og hjálpa fólkinu sem býr við ólýsanlega neyð sé að þjóðir heims þrýsti á Ísrael um að opna fyrir mannúðaraðstoð inn á Gaza - eins og um var samið. Því eins og venjulega stendur Ísrael ekki við þá samninga sem það gerir. Fyrir utan að hleypa ekki inn þeirri mannúðaraðstoð sem um var samið hefur Ísrael haldið áfram árásum á Gaza og drepið yfir 400 manns - aðallega konur og börn. Svik Ísraels á gerðum samningum eru ástæða þess ákalls sem nú er beint til okkar - og allra þjóða heims. Ákallið er um að við gerum allt það sem í okkar valdi stendur til að þrýsta á Ísrael um að fara að alþjóðalögum og gerðum samningum. Það ætti að vera sjálfsagt mál að það fólk sem við höfum trúað fyrir stjórn landsins bregðist við eins afgerandi ákalli og þessu. Bregðist með kröftugum hætti við þessu neyðarkalli - og hjálpa þannig fólkinu á Gaza. Allir vita að afgerandi þrýstingur eins og viðskiptabann og slit á stjórnmálasambandi er það eina sem við getum gert sem hefði einhver áhrif. Utanríkisráðherra sýndi í síðustu viku samstöðu með gyðingum á Íslandi sem er gott mál en hvers vegna er ekki það sama uppi á teningnum þegar kemur að fólkinu í Palestínu? Hvar eru viðbrögð okkar við þessu ákalli? Á Ísland enn einu sinni að sitja hjá - og gera ekki neitt? Hvernig getur það verið afstaða þess fólks em við höfum valið til forystu? Samkvæmt könnunum vill mikill meirihluti Íslendinga beita Ísrael viðskiptaþvingunum - og afgerandi meirihluti vill að við slítum stjórnmálasambandi við Ísrael til að sýna afstöðu okkar í verki. En ekkert er gert. Þrátt fyrir kláran vilja íslensku þjóðarinnar - og neyðarkall Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálpasamtaka. Ætlar þessi ríkisstjórn virkilega að bjóða okkur upp á sveltandi, króknandi og limlest börn í Palestínu um þessi jól án þess að rétta fram þá hjálparhönd sem um er beðið? Það verða ekki gleðileg jól. Samvisku minnar vegna get ég ekki hugsað mér að styðja nokkru sinni fólk - sem hunsar þjóðarvilja - og neyðarkallið sem Íslandi barst viku fyrir jólin 2025. Því mun ég aldrei gleyma - og vona að ég sé ekki sá eini. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður og áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú í vikunni báðu Sameinuðu þjóðirnar og yfir 200 hjálparsamtök allar þjóðir heims um að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að þrýsta á Ísrael um að hleypa hjálpargögnum inn á Gaza - eins og Ísrael hefur skuldbundið sig til að gera. Á hverjum degi deyr fólk á Gaza vegna skorts á mat, lyfjum og tjöldum. Þannig heldur Ísrael þjóðarmorðinu áfram því mjög lítill hluti þeirra hjálpargagna sem átti að flytja inn á Gaza samkvæmt vopnahlésskilmálunum er hleypt þangað inn. Ástæðan er nýjar reglur ísraelskra yfirvalda sem gera hjálparstarf þar ómögulegt samkvæmt því sem Sameinuðu þjóðirnar og á þriðja hundrað hjálparsamtök segja í ákalli sínu á miðvikudag. Allir þessir aðilar segja að eina leiðn til að rjúfa þennan vítahring og hjálpa fólkinu sem býr við ólýsanlega neyð sé að þjóðir heims þrýsti á Ísrael um að opna fyrir mannúðaraðstoð inn á Gaza - eins og um var samið. Því eins og venjulega stendur Ísrael ekki við þá samninga sem það gerir. Fyrir utan að hleypa ekki inn þeirri mannúðaraðstoð sem um var samið hefur Ísrael haldið áfram árásum á Gaza og drepið yfir 400 manns - aðallega konur og börn. Svik Ísraels á gerðum samningum eru ástæða þess ákalls sem nú er beint til okkar - og allra þjóða heims. Ákallið er um að við gerum allt það sem í okkar valdi stendur til að þrýsta á Ísrael um að fara að alþjóðalögum og gerðum samningum. Það ætti að vera sjálfsagt mál að það fólk sem við höfum trúað fyrir stjórn landsins bregðist við eins afgerandi ákalli og þessu. Bregðist með kröftugum hætti við þessu neyðarkalli - og hjálpa þannig fólkinu á Gaza. Allir vita að afgerandi þrýstingur eins og viðskiptabann og slit á stjórnmálasambandi er það eina sem við getum gert sem hefði einhver áhrif. Utanríkisráðherra sýndi í síðustu viku samstöðu með gyðingum á Íslandi sem er gott mál en hvers vegna er ekki það sama uppi á teningnum þegar kemur að fólkinu í Palestínu? Hvar eru viðbrögð okkar við þessu ákalli? Á Ísland enn einu sinni að sitja hjá - og gera ekki neitt? Hvernig getur það verið afstaða þess fólks em við höfum valið til forystu? Samkvæmt könnunum vill mikill meirihluti Íslendinga beita Ísrael viðskiptaþvingunum - og afgerandi meirihluti vill að við slítum stjórnmálasambandi við Ísrael til að sýna afstöðu okkar í verki. En ekkert er gert. Þrátt fyrir kláran vilja íslensku þjóðarinnar - og neyðarkall Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálpasamtaka. Ætlar þessi ríkisstjórn virkilega að bjóða okkur upp á sveltandi, króknandi og limlest börn í Palestínu um þessi jól án þess að rétta fram þá hjálparhönd sem um er beðið? Það verða ekki gleðileg jól. Samvisku minnar vegna get ég ekki hugsað mér að styðja nokkru sinni fólk - sem hunsar þjóðarvilja - og neyðarkallið sem Íslandi barst viku fyrir jólin 2025. Því mun ég aldrei gleyma - og vona að ég sé ekki sá eini. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður og áhugamaður um mannréttindi.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun