Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2025 08:32 Sveindís Jane Jónsdóttir og leikmenn íslenska landsliðsins fengu tækifæri til að svara þessari könnun FIFPRO á Evrópumótinu síðasta sumar. Getty/Aitor Alcalde Alþjóðaleikmannasamtökin, FIFPRO, gerðu könnun meðal 407 landsliðskvenna frá 41 landi sem spiluðu á EM, Copa America, Afríkukeppninni og Eyjaálfukeppninni og niðurstöðurnar eru vissulega sláandi. 49% þeirra þéna minna en 7500 pund á ári og 34% þéna minna en 3700 pund. 7500 pund eru 1,3 milljónir í íslenskum krónum og 3700 pund eru aðeins 626 þúsund krónur í árslaun. 25 prósent leikmanna í könnuninni þurfa að vinna aðra vinnu með fótboltanum til að ná endum saman. Könnunin var gerð á tímabilinu ágúst til október. Þar kom einnig í ljós að þriðjungur leikmanna var með samning til skemmri tíma en eins árs og 22 prósent voru alls ekki með samning. Most women's national team players earn less than $20,000, FIFPRO study shows https://t.co/kEX7i1RCf7 https://t.co/kEX7i1RCf7— Reuters (@Reuters) December 19, 2025 Þrátt fyrir að kvennaknattspyrna hafi vaxið gríðarlega á undanförnum árum er enn mikið verk óunnið til að tryggja að þessar afreksíþróttakonur fái stuðning og séu fjárhagslega öruggar. „Þetta er endurtekning á könnun sem við gerðum árið 2022 í öllum álfusamböndum, og þótt nokkrar markverðar framfarir hafi orðið benda gögnin til þess að frekari framþróunar sé þörf,“ sagði Dr. Alex Culvin, yfirmaður kvennaknattspyrnu hjá Fifpro. „Gögnin eru mjög skýr – flestir leikmenn hafa ófullnægjandi tekjur til að tryggja sér öruggan feril innan íþróttarinnar,“ sagði Culvin. „Þetta er áhætta fyrir sjálfbærni íþróttarinnar því leikmenn munu vera líklegri til að hætta snemma í fótbolta til að ná endum saman,“ sagði Culvin. Könnun Fifpro inniheldur einnig gögn um álag á leikmenn og ferðaskilyrði. 58 prósent leikmanna sögðu hvíld fyrir leiki ekki vera nægilega langa og 57 prósent sögðu hvíld eftir leik vera ófullnægjandi. 75 prósent leikmanna ferðuðust í almennu farrými en aðeins 11 prósent ferðuðust í betra almennu farrými eða viðskiptafarrými. 77 prósent leikmanna ferðuðust með flugi á leik og flestir gerðu það oftar en einu sinni. Alþjóðaknattspyrnusambandið Fifa hefur sagt að það að flýta fyrir vexti kvennaknattspyrnunnar og þróa fagmennsku séu meðal helstu markmiða þess. View this post on Instagram A post shared by GIRLACTICO (@girlactico) Fótbolti Jafnréttismál Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
49% þeirra þéna minna en 7500 pund á ári og 34% þéna minna en 3700 pund. 7500 pund eru 1,3 milljónir í íslenskum krónum og 3700 pund eru aðeins 626 þúsund krónur í árslaun. 25 prósent leikmanna í könnuninni þurfa að vinna aðra vinnu með fótboltanum til að ná endum saman. Könnunin var gerð á tímabilinu ágúst til október. Þar kom einnig í ljós að þriðjungur leikmanna var með samning til skemmri tíma en eins árs og 22 prósent voru alls ekki með samning. Most women's national team players earn less than $20,000, FIFPRO study shows https://t.co/kEX7i1RCf7 https://t.co/kEX7i1RCf7— Reuters (@Reuters) December 19, 2025 Þrátt fyrir að kvennaknattspyrna hafi vaxið gríðarlega á undanförnum árum er enn mikið verk óunnið til að tryggja að þessar afreksíþróttakonur fái stuðning og séu fjárhagslega öruggar. „Þetta er endurtekning á könnun sem við gerðum árið 2022 í öllum álfusamböndum, og þótt nokkrar markverðar framfarir hafi orðið benda gögnin til þess að frekari framþróunar sé þörf,“ sagði Dr. Alex Culvin, yfirmaður kvennaknattspyrnu hjá Fifpro. „Gögnin eru mjög skýr – flestir leikmenn hafa ófullnægjandi tekjur til að tryggja sér öruggan feril innan íþróttarinnar,“ sagði Culvin. „Þetta er áhætta fyrir sjálfbærni íþróttarinnar því leikmenn munu vera líklegri til að hætta snemma í fótbolta til að ná endum saman,“ sagði Culvin. Könnun Fifpro inniheldur einnig gögn um álag á leikmenn og ferðaskilyrði. 58 prósent leikmanna sögðu hvíld fyrir leiki ekki vera nægilega langa og 57 prósent sögðu hvíld eftir leik vera ófullnægjandi. 75 prósent leikmanna ferðuðust í almennu farrými en aðeins 11 prósent ferðuðust í betra almennu farrými eða viðskiptafarrými. 77 prósent leikmanna ferðuðust með flugi á leik og flestir gerðu það oftar en einu sinni. Alþjóðaknattspyrnusambandið Fifa hefur sagt að það að flýta fyrir vexti kvennaknattspyrnunnar og þróa fagmennsku séu meðal helstu markmiða þess. View this post on Instagram A post shared by GIRLACTICO (@girlactico)
Fótbolti Jafnréttismál Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira