Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2025 08:32 Sveindís Jane Jónsdóttir og leikmenn íslenska landsliðsins fengu tækifæri til að svara þessari könnun FIFPRO á Evrópumótinu síðasta sumar. Getty/Aitor Alcalde Alþjóðaleikmannasamtökin, FIFPRO, gerðu könnun meðal 407 landsliðskvenna frá 41 landi sem spiluðu á EM, Copa America, Afríkukeppninni og Eyjaálfukeppninni og niðurstöðurnar eru vissulega sláandi. 49% þeirra þéna minna en 7500 pund á ári og 34% þéna minna en 3700 pund. 7500 pund eru 1,3 milljónir í íslenskum krónum og 3700 pund eru aðeins 626 þúsund krónur í árslaun. 25 prósent leikmanna í könnuninni þurfa að vinna aðra vinnu með fótboltanum til að ná endum saman. Könnunin var gerð á tímabilinu ágúst til október. Þar kom einnig í ljós að þriðjungur leikmanna var með samning til skemmri tíma en eins árs og 22 prósent voru alls ekki með samning. Most women's national team players earn less than $20,000, FIFPRO study shows https://t.co/kEX7i1RCf7 https://t.co/kEX7i1RCf7— Reuters (@Reuters) December 19, 2025 Þrátt fyrir að kvennaknattspyrna hafi vaxið gríðarlega á undanförnum árum er enn mikið verk óunnið til að tryggja að þessar afreksíþróttakonur fái stuðning og séu fjárhagslega öruggar. „Þetta er endurtekning á könnun sem við gerðum árið 2022 í öllum álfusamböndum, og þótt nokkrar markverðar framfarir hafi orðið benda gögnin til þess að frekari framþróunar sé þörf,“ sagði Dr. Alex Culvin, yfirmaður kvennaknattspyrnu hjá Fifpro. „Gögnin eru mjög skýr – flestir leikmenn hafa ófullnægjandi tekjur til að tryggja sér öruggan feril innan íþróttarinnar,“ sagði Culvin. „Þetta er áhætta fyrir sjálfbærni íþróttarinnar því leikmenn munu vera líklegri til að hætta snemma í fótbolta til að ná endum saman,“ sagði Culvin. Könnun Fifpro inniheldur einnig gögn um álag á leikmenn og ferðaskilyrði. 58 prósent leikmanna sögðu hvíld fyrir leiki ekki vera nægilega langa og 57 prósent sögðu hvíld eftir leik vera ófullnægjandi. 75 prósent leikmanna ferðuðust í almennu farrými en aðeins 11 prósent ferðuðust í betra almennu farrými eða viðskiptafarrými. 77 prósent leikmanna ferðuðust með flugi á leik og flestir gerðu það oftar en einu sinni. Alþjóðaknattspyrnusambandið Fifa hefur sagt að það að flýta fyrir vexti kvennaknattspyrnunnar og þróa fagmennsku séu meðal helstu markmiða þess. View this post on Instagram A post shared by GIRLACTICO (@girlactico) Fótbolti Jafnréttismál Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira
49% þeirra þéna minna en 7500 pund á ári og 34% þéna minna en 3700 pund. 7500 pund eru 1,3 milljónir í íslenskum krónum og 3700 pund eru aðeins 626 þúsund krónur í árslaun. 25 prósent leikmanna í könnuninni þurfa að vinna aðra vinnu með fótboltanum til að ná endum saman. Könnunin var gerð á tímabilinu ágúst til október. Þar kom einnig í ljós að þriðjungur leikmanna var með samning til skemmri tíma en eins árs og 22 prósent voru alls ekki með samning. Most women's national team players earn less than $20,000, FIFPRO study shows https://t.co/kEX7i1RCf7 https://t.co/kEX7i1RCf7— Reuters (@Reuters) December 19, 2025 Þrátt fyrir að kvennaknattspyrna hafi vaxið gríðarlega á undanförnum árum er enn mikið verk óunnið til að tryggja að þessar afreksíþróttakonur fái stuðning og séu fjárhagslega öruggar. „Þetta er endurtekning á könnun sem við gerðum árið 2022 í öllum álfusamböndum, og þótt nokkrar markverðar framfarir hafi orðið benda gögnin til þess að frekari framþróunar sé þörf,“ sagði Dr. Alex Culvin, yfirmaður kvennaknattspyrnu hjá Fifpro. „Gögnin eru mjög skýr – flestir leikmenn hafa ófullnægjandi tekjur til að tryggja sér öruggan feril innan íþróttarinnar,“ sagði Culvin. „Þetta er áhætta fyrir sjálfbærni íþróttarinnar því leikmenn munu vera líklegri til að hætta snemma í fótbolta til að ná endum saman,“ sagði Culvin. Könnun Fifpro inniheldur einnig gögn um álag á leikmenn og ferðaskilyrði. 58 prósent leikmanna sögðu hvíld fyrir leiki ekki vera nægilega langa og 57 prósent sögðu hvíld eftir leik vera ófullnægjandi. 75 prósent leikmanna ferðuðust í almennu farrými en aðeins 11 prósent ferðuðust í betra almennu farrými eða viðskiptafarrými. 77 prósent leikmanna ferðuðust með flugi á leik og flestir gerðu það oftar en einu sinni. Alþjóðaknattspyrnusambandið Fifa hefur sagt að það að flýta fyrir vexti kvennaknattspyrnunnar og þróa fagmennsku séu meðal helstu markmiða þess. View this post on Instagram A post shared by GIRLACTICO (@girlactico)
Fótbolti Jafnréttismál Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira