Fótbolti

Napoli í úr­slit í Sádi-Arabíu

Valur Páll Eiríksson skrifar
Rasmus Höjlund skoraði annað marka Napoli í kvöld.
Rasmus Höjlund skoraði annað marka Napoli í kvöld. Getty/Francesco Pecoraro

Napoli komst í kvöld í úrslit ítalska ofurbikarsins sem fram fer í Sádi-Arabíu, eftir 2-0 sigur á AC Milan.

Brasilíski kantmaðurinn David Neres kom Napoli yfir eftir 39 mínútna leik og 1-0 stóð í hléi fyrir bláklædda.

Daninn Rasmus Höjlund tvöfaldaði forystuna eftir stoðsendingu frá Lorenzo Spnazzola snemma í síðari hálfleik og þar við sat.

Napoli vann 2-0 og mætir annað hvort Inter Milan eða Bologna í úrslitum þann 22. desember.

Inter og Bologna eigast við á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×