Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2025 13:50 Þorsteinn Leó Gunnarsson og Bjarki Már Elísson fá vonandi að fagna saman á EM í janúar eins og þeir gera hér á HM í Króatíu. vísir/Vilhelm „Mínir draumar eru að hann geti orðið klár í milliriðla,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari þegar hann fór yfir stöðu hæsta leikmanns Íslands, Þorsteins Leós Gunnarssonar. Meiðsli hans hafa einnig áhrif á valið á Donna, eða Kristjáni Erni Kristjánssyni, í hægri skyttustöðuna. „Þorsteinn er í dag meiddur,“ sagði Snorri á blaðamannafundinum í dag þegar hann kynnti átján manna EM-hópinn sinn. Þorsteinn, sem meiddist í nára í leik með Porto í nóvember, er skráður aukamaður og verður með á æfingum þegar hann getur. Ef allt gengur að óskum fer hann með sem „nítjándi maður“ til Svíþjóðar 14. janúar, áður en Ísland mætir Ítalíu í fyrsta leik 16. janúar. Klippa: Snorri um Donna og Þorstein Leó Þorsteinn sagði frá því við Vísi að hann hefði viljað sinna endurhæfingu sinni á Íslandi en forráðamenn Porto ekki tekið vel í það. Vildu vissulega fá Þorstein fyrr heim „Það er mjög mikilvægt að halda því til haga að öll samskipti okkar við Porto hafa verið mjög góð. Þetta er ekki þannig að við séum í einhverju stríði við þá og verið vesen að fá hann heim. Þorsteinn meiðist í leik með sínu liði og við tók mjög flott og góð greining, og meðhöndlun á hans meiðslum. Vissulega vildum við fá hann fyrr heim en það voru góðar og gildar ástæður fyrir því hjá Porto að halda honum,“ sagði Snorri í dag. „Auðvitað setur þetta töluvert strik í reikninginn gagnvart allar mínar pælingar. Ef að þróunin verður eins og hún hefur verið er planið að fara með nítján menn út. Steini er á leiðinni til landsins og fer í læknisskoðun strax á morgun hjá okkar sjúkraþjálfurum og Örnólfi [lækni],“ sagði Snorri. Snorri benti á að eitt lítið bakslag gæti þýtt að Þorsteinn ætti enga von um að spila á EM og að allir sem þekktu til tognunarmeiðsla væru meðvitaðir um hættuna á því. „Þorsteinn er með eitthvað sem enginn annar hefur. Hann er rúmlega tveir metrar, getur skotið fyrir utan og hefur komið vel inn í þetta á undanförnum árum. Það er klárlega missir að hann sé ekki með,“ sagði Snorri. Donni þriðji kostur en með eitthvað öðruvísi Staðan á Þorsteini spilaði inn í ákvörðun Snorra um að taka Donna með á mótið. Þorsteinn er vissulega rétthentur og Donni örvhentur en báðir búa yfir hæfileikanum til að skapa mikla skotógn utan af velli. Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni, verður til taks í Svíþjóð en er hugsaður sem þriðji kostur í hægri skyttustöðuna.VÍSIR/VILHELM „Donni hefur eitthvað öðruvísi sem hinir hafa ekki. Skot fyrir utan og annað slíkt, sem mér fannst fínt að hafa með í þessum 18 manna hópi. Þess vegna ákvað ég að kippa honum með,“ sagði Snorri sem er hins vegar með Ómar Inga Magnússon sem sinn aðalsóknarmann og einnig Viggó Kristjánsson á undan Donna í goggunarröðinni. Þá er Teitur Örn Einarsson hornamaður en þekkir að spila skyttustöðuna. „Þetta er langt og strangt mót. Viggó hefur verið í smávandræðum með skrokkinn á sér og verið mjög heiðarlegur með það. Það er ekkert leyndarmál að ég nálgast þetta verkefni með Ómar Inga og Viggó númer 1 og 2, Donni veit það og ég fór vel yfir það með honum. Þetta er ekkert grafið í stein og þetta getur breyst.“ Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Tengdar fréttir Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda „Spurning sem mig grunar að brenni á mörgum er valið á hornamönnunum“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson á blaðamannafundi þar sem EM-hópurinn var kynntur. 18. desember 2025 13:46 Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
„Þorsteinn er í dag meiddur,“ sagði Snorri á blaðamannafundinum í dag þegar hann kynnti átján manna EM-hópinn sinn. Þorsteinn, sem meiddist í nára í leik með Porto í nóvember, er skráður aukamaður og verður með á æfingum þegar hann getur. Ef allt gengur að óskum fer hann með sem „nítjándi maður“ til Svíþjóðar 14. janúar, áður en Ísland mætir Ítalíu í fyrsta leik 16. janúar. Klippa: Snorri um Donna og Þorstein Leó Þorsteinn sagði frá því við Vísi að hann hefði viljað sinna endurhæfingu sinni á Íslandi en forráðamenn Porto ekki tekið vel í það. Vildu vissulega fá Þorstein fyrr heim „Það er mjög mikilvægt að halda því til haga að öll samskipti okkar við Porto hafa verið mjög góð. Þetta er ekki þannig að við séum í einhverju stríði við þá og verið vesen að fá hann heim. Þorsteinn meiðist í leik með sínu liði og við tók mjög flott og góð greining, og meðhöndlun á hans meiðslum. Vissulega vildum við fá hann fyrr heim en það voru góðar og gildar ástæður fyrir því hjá Porto að halda honum,“ sagði Snorri í dag. „Auðvitað setur þetta töluvert strik í reikninginn gagnvart allar mínar pælingar. Ef að þróunin verður eins og hún hefur verið er planið að fara með nítján menn út. Steini er á leiðinni til landsins og fer í læknisskoðun strax á morgun hjá okkar sjúkraþjálfurum og Örnólfi [lækni],“ sagði Snorri. Snorri benti á að eitt lítið bakslag gæti þýtt að Þorsteinn ætti enga von um að spila á EM og að allir sem þekktu til tognunarmeiðsla væru meðvitaðir um hættuna á því. „Þorsteinn er með eitthvað sem enginn annar hefur. Hann er rúmlega tveir metrar, getur skotið fyrir utan og hefur komið vel inn í þetta á undanförnum árum. Það er klárlega missir að hann sé ekki með,“ sagði Snorri. Donni þriðji kostur en með eitthvað öðruvísi Staðan á Þorsteini spilaði inn í ákvörðun Snorra um að taka Donna með á mótið. Þorsteinn er vissulega rétthentur og Donni örvhentur en báðir búa yfir hæfileikanum til að skapa mikla skotógn utan af velli. Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni, verður til taks í Svíþjóð en er hugsaður sem þriðji kostur í hægri skyttustöðuna.VÍSIR/VILHELM „Donni hefur eitthvað öðruvísi sem hinir hafa ekki. Skot fyrir utan og annað slíkt, sem mér fannst fínt að hafa með í þessum 18 manna hópi. Þess vegna ákvað ég að kippa honum með,“ sagði Snorri sem er hins vegar með Ómar Inga Magnússon sem sinn aðalsóknarmann og einnig Viggó Kristjánsson á undan Donna í goggunarröðinni. Þá er Teitur Örn Einarsson hornamaður en þekkir að spila skyttustöðuna. „Þetta er langt og strangt mót. Viggó hefur verið í smávandræðum með skrokkinn á sér og verið mjög heiðarlegur með það. Það er ekkert leyndarmál að ég nálgast þetta verkefni með Ómar Inga og Viggó númer 1 og 2, Donni veit það og ég fór vel yfir það með honum. Þetta er ekkert grafið í stein og þetta getur breyst.“
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Tengdar fréttir Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda „Spurning sem mig grunar að brenni á mörgum er valið á hornamönnunum“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson á blaðamannafundi þar sem EM-hópurinn var kynntur. 18. desember 2025 13:46 Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda „Spurning sem mig grunar að brenni á mörgum er valið á hornamönnunum“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson á blaðamannafundi þar sem EM-hópurinn var kynntur. 18. desember 2025 13:46