Fótbolti

Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vitinha sést hér í leik með Genoa í Seríu A. Hann hefur skorað tvö mörk í deildinni á þessu tímabili.
Vitinha sést hér í leik með Genoa í Seríu A. Hann hefur skorað tvö mörk í deildinni á þessu tímabili. Getty/Giuseppe Maffia

Fjölskylda leikmanns ítalska fótboltafélagsins Genoa þarf nú að takast á við mikinn harmleik rétt fyrir jólin.

Vitinha er liðsfélagi íslenska landsliðsmannsins Mikaels Egils Ellertssonar hjá ítalska Seríu A-félaginu en Portúgalinn spilar þar sem framherji.

Tveir frændur hans, þriggja og fimm ára, létust eftir sprengingu í húsi í franska bænum Trévoux.

Síðastliðinn sunnudag skoraði Vitinho mark fyrir Genoa á móti Internazionael en á mánudag var hann í áfalli yfir fréttunum af örlögum frænda sinna.

Sprengingin varð af völdum sjálfsvígs leigjanda í húsinu, sem hafði ákveðið að opna gasventlana í íbúð sinni til að binda enda á líf sitt. Því miður breiddist sprengingin langt út fyrir heimili konunnar og, auk þess að drepa tvö börn, særði hún einnig tólf aðra.

„Fjölskylda mín syrgir,“ skrifaði Vitinha á samfélagsmiðla sína.

„Frændi minn, Bruno, missti börnin sín í harmleik í Frakklandi,“ og bætti við tengli á fjáröflun.

Undanfarna daga, og aftur á morgun, hefur Vitinha æft reglulega með Genoa-liðinu sem er að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Atalanta næstkomandi sunnudag.

En áfallið hefur verið mikið fyrir hann og fjölskyldu hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×