Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2025 16:32 Það er mikill stærðarmunur á þeim Anthony Joshua og Jake Paul eins og sást vel þegar þeir stilltu sér upp hvor á móti öðrum á blaðamannafundi. Getty/Jesus Olarte Eddie Hearn, umboðsmaður Anthony Joshua, er fullviss um að breski þungavigtarkappinn muni klára dæmið snemma í bardaganum sínum gegn Jake Paul. Tvöfaldi heimsmeistarinn Anthony Joshua mun mæta samfélagsmiðlastjörnunni Jake Paul í bardaga í Miami á Flórída 19. desember næstkomandi. Jake Paul hefur verið að skipuleggja bardaga síðustu ár og mesta athygli vakti bardagi hans við Mike Tyson. Bardagarnir hafa vakið mikla athygli og skilað þátttakendum miklum tekjum. Hearn skrifaði pistil um bardagann fyrir breska ríkisútvarpið. „Ég hef enga raunverulega vörn fyrir bardaga Anthony Joshua og Jake Paul. Það er galið að þetta sé að gerast og ég held að gagnrýnendur hafi hárrétt fyrir sér,“ skrifaði Eddie Hearn. „Við gátum einfaldlega ekki hafnað þessu. Enginn hnefaleikari með réttu ráði hefði sagt nei. Allir sem segjast hefðu gert það eru að ljúga blákalt. Við tókum bardaga sem við teljum að verði mjög einfaldur, muni gefa AJ gríðarlega mikla athygli í Ameríku og eina hæstu launaávísun ferilsins,“ skrifaði Hearn. „Jake og teymi hans vonast eftir mörgu. Þeir vona að AJ vanmeti hann, vona að AJ sé búinn á því, vona að óvirkni AJ muni koma honum í koll, vona að sjálfstraust AJ sé lítið, vona að hakan á AJ sé ekki eins og hún var einu sinni,“ skrifaði Hearn. „En, því miður fyrir þá, er AJ algjörlega á tánum. Hann er búinn að vera í æfingabúðum og æfir eins og hann sé að fara að berjast við Oleksandr Usyk eða í endurbardaga við Daniel Dubois,“ skrifaði Hearn. „Ég býst við því að minn maður vinni innan tveggja lota með hrikalegu rothöggi,“ skrifaði Hearn. „Hann gæti kýlt Jake í búkinn og rifbeinsbrotið hann þannig að hann kæmist ekki á fætur. Ef hann hittir hann hreint, þá mun hann rota hann, steinrota hann. Eða dómarinn gæti stokkið inn í,“ skrifaði Hearn. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Box Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir KR á toppinn Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sjá meira
Tvöfaldi heimsmeistarinn Anthony Joshua mun mæta samfélagsmiðlastjörnunni Jake Paul í bardaga í Miami á Flórída 19. desember næstkomandi. Jake Paul hefur verið að skipuleggja bardaga síðustu ár og mesta athygli vakti bardagi hans við Mike Tyson. Bardagarnir hafa vakið mikla athygli og skilað þátttakendum miklum tekjum. Hearn skrifaði pistil um bardagann fyrir breska ríkisútvarpið. „Ég hef enga raunverulega vörn fyrir bardaga Anthony Joshua og Jake Paul. Það er galið að þetta sé að gerast og ég held að gagnrýnendur hafi hárrétt fyrir sér,“ skrifaði Eddie Hearn. „Við gátum einfaldlega ekki hafnað þessu. Enginn hnefaleikari með réttu ráði hefði sagt nei. Allir sem segjast hefðu gert það eru að ljúga blákalt. Við tókum bardaga sem við teljum að verði mjög einfaldur, muni gefa AJ gríðarlega mikla athygli í Ameríku og eina hæstu launaávísun ferilsins,“ skrifaði Hearn. „Jake og teymi hans vonast eftir mörgu. Þeir vona að AJ vanmeti hann, vona að AJ sé búinn á því, vona að óvirkni AJ muni koma honum í koll, vona að sjálfstraust AJ sé lítið, vona að hakan á AJ sé ekki eins og hún var einu sinni,“ skrifaði Hearn. „En, því miður fyrir þá, er AJ algjörlega á tánum. Hann er búinn að vera í æfingabúðum og æfir eins og hann sé að fara að berjast við Oleksandr Usyk eða í endurbardaga við Daniel Dubois,“ skrifaði Hearn. „Ég býst við því að minn maður vinni innan tveggja lota með hrikalegu rothöggi,“ skrifaði Hearn. „Hann gæti kýlt Jake í búkinn og rifbeinsbrotið hann þannig að hann kæmist ekki á fætur. Ef hann hittir hann hreint, þá mun hann rota hann, steinrota hann. Eða dómarinn gæti stokkið inn í,“ skrifaði Hearn. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Box Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir KR á toppinn Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sjá meira