Innlent

Óska eftir mynd­efni frá Kársnesi vegna mannslátsins

Árni Sæberg skrifar
Maðurinn var búsettur í þessu húsi við Skjólbraut í Kópavogi.
Maðurinn var búsettur í þessu húsi við Skjólbraut í Kópavogi. Vísir/Vilhelm

Í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti karlsmanns í heimahúsi í Kópavogi í lok nóvember leitar embættið eftir myndefni frá vegfarendum sem fóru um bifreiðastæði við Kópavogslaug og göturnar Skjólbraut, Borgarholtsbraut, Meðalbraut og Kópavogsbraut föstudaginn 28. nóvember frá klukkan 18 og til miðnættis.

Þetta segir í fréttatilkynningu frá embættinu en fyrr í dag var greint frá því að fallist hefði verið á kröfu embættisins um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni, sem er til rannsóknar vegna málsins.

„Mörg ökutæki eru búin myndavélum og því viðbúið að myndefni frá áðurnefndum tíma sé að finna í fórum einhverra. Einnig er biðlað til forsvarsmanna öryggismyndavéla sem kunna að vera á umræddu svæði að athuga með myndefni vegna málsins. Hinir sömu eru vinsamlegast beðnir um að senda upplýsingar um slíkt á netfangið r2a@lrh.is og gefa þar upp bæði nafn sitt og símanúmer. Í framhaldinu verður haft samband við viðkomandi. Upplýsingum má einnig koma á framfæri í síma 444 1000,“ segir í tilkynningu lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×