Innlent

Starfs­á­ætlun þingsins kippt úr sam­bandi

Árni Sæberg skrifar
Þórunn Sveinbjarnardóttir er forseti Alþingis.
Þórunn Sveinbjarnardóttir er forseti Alþingis. Vísir/Ívar Fannar

Forseti Alþingis hefur ákveðið að starfsáætlun Alþingis sé fallin úr gildi frá og með deginum í dag. Samkvæmt henni átti síðasti þingfundur vetrarins að fara fram í dag.

„Forseti hefur ákveðið, í samráði við forsætisnefnd, að starfsáætlun þingsins verði felld úr gildi frá og með deginum í dag og hefur formönnum þingflokka einnig verið tilkynnt um það. — Forseti er meðvitaður um beiðni um fundarstjórn. — Forseti vill einnig taka fram að að lokinni atkvæðagreiðslu verður gert stutt hlé á þingfundi fyrir fund í forsætisnefnd,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, við upphaf þingfundar í dag, eftir stutt fundarhlé í kjölfar þess að Halldórs Blöndal, fyrrverandi alþingismanns, var minnst.

Beiðni um fundarstjórn, sem Þórunn minntist á í miðri tilkynningu, var frá Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknar. 

Hann ræddi nýgerðan samning um makrílveiðar undir liðnum fundarstjórn forseta og fjöldi þingmanna gerði slíkt hið sama í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×