Innlent

Gæslu­varð­hald vegna and­láts í Kópa­vogi fram­lengt

Árni Sæberg skrifar
Hinn látni fannst í heimahúsi á Kársnesi.
Hinn látni fannst í heimahúsi á Kársnesi. Vísir/Vilhelm

Gæsluvarðhald yfir karlmanni um þrítugt í tengslum við andlát manns í Kópavogi hefur verið framlengt til 13. janúar næstkomandi. Hann sætir gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Það var sunnudaginn 30. nóvember sem karlmaður frá Portúgal fannst látinn á heimili sínu á Kársnesinu í Kópavogi. Nágrannar fylgdust með lögreglubílum drífa að og var tæknideild lögreglu að störfum í húsinu í lengri tíma.

Grískur karlmaður sem sætir nú gæsluvarðhaldi var handtekinn nokkrum dögum síðar en sleppt þegar stutt gæsluvarðhald rann út. Hann var svo handtekinn á ný innan við sólarhring síðar og úrskurður í gæsluvarðhald þann 10. desember. Gæsluvarðhald það átti að renna út í dag en hefur verið framlengt til 13. janúar.


Tengdar fréttir

Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin

Karlmaður sem aftur er kominn á bak við lás og slá í tengslum við rannsókn lögreglu á mannsláti í Kópavogi í lok nóvember er frá Grikklandi. Lífsýni á hnífi er lykilgagn í málinu.

Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið

Maðurinn sem handtekinn var fyrir fjórum dögum í tengslum við mannslát í Kópavogi hefur verið handtekinn öðru sinni. Honum var sleppt úr haldi í gær eftir nokkurra daga gæsluvarðhald.

Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát

Karlmaður um þrítugt var handtekinn fyrr í vikunni í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á mannsláti í Kópavogi um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×