Fótbolti

Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu

Sindri Sverrisson skrifar
Brendan Rodgers er mættur til Sádi-Arabíu.
Brendan Rodgers er mættur til Sádi-Arabíu. Getty/Alan Harvey

Brendan Rodgers, fyrrverandi knattspyrnustjóri Celtic og Liverpool, var í dag kynntur sem nýr þjálfari Al-Qadsiah í sádiarabísku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Hinn 52 ára gamli Rodgers var síðast stjóri Celtic en var rekinn þaðan í lok október eftir slæma byrjun á tímabilinu. Hann hafði tekið við Celtic á nýjan leik 2023 eftir að hafa einnig stýrt liðinu 2016-19, en í millitíðinni var hann stjóri Leicester.

Áður stýrði Rodgers Liverpool árin 2012-15 eftir að hafa fyrst vakið athygli með árangri sínum hjá Swansea, þar sem Gylfi Þór Sigurðsson raðaði inn mörkum fyrir hann fyrri hluta ársins 2012.

Hjá Al Qadsiah mun Rodgers meðal annars stýra evrópsku leikmönnunum Mateo Retegui, Nacho Fernandez, Otavio og Koen Casteels. Liðið situr í 5. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×