Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 16. desember 2025 12:47 Alexandra Briem er nýr oddviti Pírata. Vísir/Lýður Valberg Alexandra Briem, nýr oddviti Pírata í Reykjavík eftir brotthvarf Dóru Bjartar Guðjónsdóttur til Samfylkingarinnar, vill leiða lista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hún segir ákvörðun Dóru ekki hafa verið efsta á jólagjafaóskalistanum. Á óvæntum blaðamannafundi í morgun tilkynnti Dóra Björt að hún hefur sagt skilið við Pírata og gengið til liðs við Samfylkinguna. Alexandra tekur því við sem oddviti Pírata í borginni og formaður borgarráðs. „Auðvitað er maður svolítið hissa. Maður var búinn að finna á henni að hún væri pínu tvístígandi og hugsandi en átti ekki alveg von á því að þetta myndi raungerast með þessum hætti svona snemma. En jú, þetta er ákveðið viðbrigði,“ segir Alexandra. „Ég væri að ljúga ef ég hefði sagt að þetta væri efst á jólagjafaóskalistanum mínum.“ Hún segir að það sé ákveðið högg að missa einn þriðja af borgarstjórnarflokknum en hún hefur fulla trú á að þau finni út úr því hvernig bregðast eigi við. Sambandið í meirihlutanum sé enn sterkt. Þá er hún spennt fyrir því að takast á við ný verkefni sem oddiviti og formaður borgarráðs. Vill leiða flokkinn Alexandra segist sammála hugsjón Pírata, sem er umbótasinnað lýðræðisafl með mannréttindaáherslur. „Mér finnst ég vera í réttum flokki og vil berjast áfram fyrir þessu. Ég tel að það sé enn eftirspurn eftir mér í Pírötum og ég ætla að bjóða mig fram og sækjast eftir því að leiða lista Pírata eða að minnsta kosti vera leiðtogi Pírata ef við skyldum fara í samstarf með einhverjum öðrum. Þá kemur í ljós hvort flokkurinn vilji veita mér umboð í það,“ segir hún. Flokkurinn á í viðræðum við Vor til vinstri, framboð Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, um möguleikann á sameiginlegu framboði í Reykjavík. Alexandra segist opin fyrir samstarfi með öðrum flokkum á vinstri vængnum en Píratar treysti sér jafnframt í framboð á eigin forsendum verði ekkert úr sameiningarviðræðunum. „Ég held að það sé ákveðið ákall frá kjósendum að við sem erum ekki í hinum flokkunum finnum út úr því sem þarf að gera til að draga úr þessu uppbroti sem er á vinstri vængnum,“ segir Alexandra. Píratar Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Á óvæntum blaðamannafundi í morgun tilkynnti Dóra Björt að hún hefur sagt skilið við Pírata og gengið til liðs við Samfylkinguna. Alexandra tekur því við sem oddviti Pírata í borginni og formaður borgarráðs. „Auðvitað er maður svolítið hissa. Maður var búinn að finna á henni að hún væri pínu tvístígandi og hugsandi en átti ekki alveg von á því að þetta myndi raungerast með þessum hætti svona snemma. En jú, þetta er ákveðið viðbrigði,“ segir Alexandra. „Ég væri að ljúga ef ég hefði sagt að þetta væri efst á jólagjafaóskalistanum mínum.“ Hún segir að það sé ákveðið högg að missa einn þriðja af borgarstjórnarflokknum en hún hefur fulla trú á að þau finni út úr því hvernig bregðast eigi við. Sambandið í meirihlutanum sé enn sterkt. Þá er hún spennt fyrir því að takast á við ný verkefni sem oddiviti og formaður borgarráðs. Vill leiða flokkinn Alexandra segist sammála hugsjón Pírata, sem er umbótasinnað lýðræðisafl með mannréttindaáherslur. „Mér finnst ég vera í réttum flokki og vil berjast áfram fyrir þessu. Ég tel að það sé enn eftirspurn eftir mér í Pírötum og ég ætla að bjóða mig fram og sækjast eftir því að leiða lista Pírata eða að minnsta kosti vera leiðtogi Pírata ef við skyldum fara í samstarf með einhverjum öðrum. Þá kemur í ljós hvort flokkurinn vilji veita mér umboð í það,“ segir hún. Flokkurinn á í viðræðum við Vor til vinstri, framboð Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, um möguleikann á sameiginlegu framboði í Reykjavík. Alexandra segist opin fyrir samstarfi með öðrum flokkum á vinstri vængnum en Píratar treysti sér jafnframt í framboð á eigin forsendum verði ekkert úr sameiningarviðræðunum. „Ég held að það sé ákveðið ákall frá kjósendum að við sem erum ekki í hinum flokkunum finnum út úr því sem þarf að gera til að draga úr þessu uppbroti sem er á vinstri vængnum,“ segir Alexandra.
Píratar Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira