Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Sindri Sverrisson skrifar 16. desember 2025 12:04 Albert Guðmundsson skoraði sigurmark gegn Dynamo Kiev í Sambandsdeildinni á dögunum. Getty/Gabriele Maltinti Vel kemur til greina að landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson yfirgefi Fiorentina í janúar og fari jafnvel úr botnbaráttunni á Ítalíu beint í titilbaráttu. Fabrizio Romano, þekktasti félagaskiptafréttamaður heims, bendir á Albert í dag og segir þar alvöru líkur á því að Albert fari frá Fiorentina í byrjun næsta árs. Þreifingar séu í gangi og að vert sé að fylgjast með Alberti næstu vikurnar á meðan að viðræður eigi sér stað. 🚨🇮🇸 Albert Gudmundsson has serious chances to leave Fiorentina in January as initial approaches took place.One to watch in the upcoming weeks with talks on. @MatteMoretto 🔗🎥🇮🇹 https://t.co/rVW1D741pQ pic.twitter.com/eSUr5RPVJ0— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 16, 2025 Romano, með sína 26,5 milljónir fylgjenda á Twitter, vísar svo á annan ítalskan blaðamann, Matteo Moretto, sem ræðir um Albert í þætti á Youtube-rás Romano. Þar tekur Moretto fyrir orðróminn um að Albert gæti verið á leið til Roma sem er í 4. sæti ítölsku A-deildarinnar, aðeins þremur stigum frá toppliði Inter. Ljóst er að Roma hefur áhuga á Alberti en Moretto sagði í þættinum í gær að enn væri aðeins um hugmynd að ræða. Engar samningaviðræður væru hafnar. Hann segir að Fiorentina gæti hugsað sér að láta Albert fara ef áhugavert tilboð bærist og bætir við að leikmannahópur Fiorentina gæti átt eftir að breytast mikið, jafnvel strax í janúar. Fiorentina hefur enn ekki unnið leik á þessu tímabili, í 15 deildarleikjum, og situr á botni ítölsku deildarinnar með aðeins sex stig. Liðið er átta stigum frá næsta örugga sæti en gengur betur í Sambandsdeild Evrópu og mun komast þar áfram í útsláttarkeppnina, eftir sigurmark Alberts gegn Dynamo Kiev í síðustu viku. Paolo Vanoli var ráðinn nýr þjálfari Fiorentina í byrjun nóvember, eftir að Stefano Pioli var rekinn. Pioli tók við liðinu í sumar af Raffaele Palladino sem stýrði Alberti á síðustu leiktíð, eftir komu íslenska landsliðsmannsins frá Genoa. Vanoli hefur haft Albert í byrjunarliðinu í þremur af fimm deildarleikjum síðan hann tók við, þar af tveimur síðustu sem báðir hafa tapast, gegn Sassuolo og Hellas Verona. Ítalski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Fabrizio Romano, þekktasti félagaskiptafréttamaður heims, bendir á Albert í dag og segir þar alvöru líkur á því að Albert fari frá Fiorentina í byrjun næsta árs. Þreifingar séu í gangi og að vert sé að fylgjast með Alberti næstu vikurnar á meðan að viðræður eigi sér stað. 🚨🇮🇸 Albert Gudmundsson has serious chances to leave Fiorentina in January as initial approaches took place.One to watch in the upcoming weeks with talks on. @MatteMoretto 🔗🎥🇮🇹 https://t.co/rVW1D741pQ pic.twitter.com/eSUr5RPVJ0— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 16, 2025 Romano, með sína 26,5 milljónir fylgjenda á Twitter, vísar svo á annan ítalskan blaðamann, Matteo Moretto, sem ræðir um Albert í þætti á Youtube-rás Romano. Þar tekur Moretto fyrir orðróminn um að Albert gæti verið á leið til Roma sem er í 4. sæti ítölsku A-deildarinnar, aðeins þremur stigum frá toppliði Inter. Ljóst er að Roma hefur áhuga á Alberti en Moretto sagði í þættinum í gær að enn væri aðeins um hugmynd að ræða. Engar samningaviðræður væru hafnar. Hann segir að Fiorentina gæti hugsað sér að láta Albert fara ef áhugavert tilboð bærist og bætir við að leikmannahópur Fiorentina gæti átt eftir að breytast mikið, jafnvel strax í janúar. Fiorentina hefur enn ekki unnið leik á þessu tímabili, í 15 deildarleikjum, og situr á botni ítölsku deildarinnar með aðeins sex stig. Liðið er átta stigum frá næsta örugga sæti en gengur betur í Sambandsdeild Evrópu og mun komast þar áfram í útsláttarkeppnina, eftir sigurmark Alberts gegn Dynamo Kiev í síðustu viku. Paolo Vanoli var ráðinn nýr þjálfari Fiorentina í byrjun nóvember, eftir að Stefano Pioli var rekinn. Pioli tók við liðinu í sumar af Raffaele Palladino sem stýrði Alberti á síðustu leiktíð, eftir komu íslenska landsliðsmannsins frá Genoa. Vanoli hefur haft Albert í byrjunarliðinu í þremur af fimm deildarleikjum síðan hann tók við, þar af tveimur síðustu sem báðir hafa tapast, gegn Sassuolo og Hellas Verona.
Ítalski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira