Fótbolti

Mikael Egill og fé­lögum tókst ekki að stoppa toppliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mikael Egill Ellertsson og félagar stríddu toppliðinu en gerðu ekki nóg til að fá stig.
Mikael Egill Ellertsson og félagar stríddu toppliðinu en gerðu ekki nóg til að fá stig. Getty/ Emmanuele Ciancaglini/

Internazionale endurheimti toppsætið í ítalsku deildinni af nágrönnum sínum í AC Milan með því að sækja þrjú stig til Genóa í kvöld.

AC Milan náði toppsætinu með sigri í gær en Inter vann 2-1 útisigur á Genoa í dag og er aftur í efsta sæti deildarinnar.

Bæði mörk Inter komu í fyrri hálfleiknum. Yann Aurel Bisseck skoraði það fyrra á sjöttu mínútu en Lautaro Martinez lagði upp það mark og skoraði síðan sjálfur á 38. mínútu.

Vitinha minnkaði muninn fyrir Genoa á 68. mínútu og setti smá spennu í leikinn. Genoa-liðinu tókst ekki að jafna leikinn og sitja fyrir vikið í sextánda sæti.

Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Genoa en var tekinn af velli á 89. mínútu. Hann átti ekki skot í leiknum en skapaði eitt færi fyrir félaga sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×