„Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2025 22:45 Aðdáendur Lionels Messi voru búnir að borga vænar upphæðir fyrir miða og voru ekki sáttir við að fá ekki að sjá hann á leikvanginum i Kolkata. Þeir létu reiði sína bitna á leikvanginum sjálfum. EPA/PIYAL ADHIKARY Lionel Messi er mættur til Indlands en ferðin byrjaði ekki vel. Stutt stopp á leikvangi, sem áhorfendur höfðu borgað stórar upphæðir fyrir miða sína, fór mjög illa í marga og þeir hinir sömu létu reiði sína bitna á leikvanginum. Ferð Lionels Messi um Indland hófst á leiðindum þegar aðdáendur rifu upp sæti og köstuðu þeim inn á völlinn eftir stutta heimsókn argentínska framherjans og leikmanns Inter Miami á Salt Lake-leikvanginn í Kolkata. Messi er staddur á Indlandi í ferðalagi þar sem hann mun meðal annars sækja tónleika, fótboltaæfingar fyrir ungt fólk, padel-mót og koma af stað góðgerðarverkefnum á viðburðum í Kolkata, Hyderabad, Mumbai og Delhi. Messi mun einnig vígja tuttugu metra styttu af sér sjálfum standandi með heimsbikarinn. Samkvæmt fréttum í indverskum fjölmiðlum gekk heimsmeistarinn frá 2022 um völlinn á leikvanginum og veifaði til aðdáenda, en var umkringdur stórum hópi fólks og fór aðeins tuttugu mínútum eftir komu. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Myndband frá ANI-fréttastöðinni sýndi aðdáendur kasta upprifnum leikvangssætum og öðrum hlutum inn á völlinn og hlaupabrautina á staðnum, þar sem nokkrir sem höfðu klifrað yfir girðingu í kringum leikvöllinn köstuðu hlutum. „Það voru bara leiðtogar og leikarar sem umkringdu Messi. Af hverju var okkur þá boðið?“ sagði aðdáandi á leikvanginum við ANI. „Við borguðum 12.000 rúpíur [100 pund] fyrir miðann en gátum ekki einu sinni séð andlitið á honum.“ Angry fans attending Lionel Messi's tour of India ripped up seats and threw items towards the pitch after his appearance at Kolkata's Salt Lake Stadium. pic.twitter.com/2iNnHRrr7I— BBC Sport (@BBCSport) December 13, 2025 Aðalráðherra Vestur-Bengal-fylkis, Mamata Banerjee, bað Messi afsökunar og fyrirskipaði rannsókn á atvikinu. „Ég er djúpt snortin og hneyksluð á þeirri óstjórn sem varð vitni að í dag á Salt Lake-leikvanginum,“ skrifaði Banerjee, sem var á leið á viðburðinn þegar óeiðirnar brutust út, á X. „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar, sem og alla íþróttaunnendur og aðdáendur hans, á þessu óheppilega atviki. Ég er að skipa rannsóknarnefnd en nefndin mun framkvæma ítarlega rannsókn á atvikinu, finna ábyrgðaraðila og leggja til aðgerðir til að koma í veg fyrir slíka atburði í framtíðinni.“ View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Indland Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Ferð Lionels Messi um Indland hófst á leiðindum þegar aðdáendur rifu upp sæti og köstuðu þeim inn á völlinn eftir stutta heimsókn argentínska framherjans og leikmanns Inter Miami á Salt Lake-leikvanginn í Kolkata. Messi er staddur á Indlandi í ferðalagi þar sem hann mun meðal annars sækja tónleika, fótboltaæfingar fyrir ungt fólk, padel-mót og koma af stað góðgerðarverkefnum á viðburðum í Kolkata, Hyderabad, Mumbai og Delhi. Messi mun einnig vígja tuttugu metra styttu af sér sjálfum standandi með heimsbikarinn. Samkvæmt fréttum í indverskum fjölmiðlum gekk heimsmeistarinn frá 2022 um völlinn á leikvanginum og veifaði til aðdáenda, en var umkringdur stórum hópi fólks og fór aðeins tuttugu mínútum eftir komu. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Myndband frá ANI-fréttastöðinni sýndi aðdáendur kasta upprifnum leikvangssætum og öðrum hlutum inn á völlinn og hlaupabrautina á staðnum, þar sem nokkrir sem höfðu klifrað yfir girðingu í kringum leikvöllinn köstuðu hlutum. „Það voru bara leiðtogar og leikarar sem umkringdu Messi. Af hverju var okkur þá boðið?“ sagði aðdáandi á leikvanginum við ANI. „Við borguðum 12.000 rúpíur [100 pund] fyrir miðann en gátum ekki einu sinni séð andlitið á honum.“ Angry fans attending Lionel Messi's tour of India ripped up seats and threw items towards the pitch after his appearance at Kolkata's Salt Lake Stadium. pic.twitter.com/2iNnHRrr7I— BBC Sport (@BBCSport) December 13, 2025 Aðalráðherra Vestur-Bengal-fylkis, Mamata Banerjee, bað Messi afsökunar og fyrirskipaði rannsókn á atvikinu. „Ég er djúpt snortin og hneyksluð á þeirri óstjórn sem varð vitni að í dag á Salt Lake-leikvanginum,“ skrifaði Banerjee, sem var á leið á viðburðinn þegar óeiðirnar brutust út, á X. „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar, sem og alla íþróttaunnendur og aðdáendur hans, á þessu óheppilega atviki. Ég er að skipa rannsóknarnefnd en nefndin mun framkvæma ítarlega rannsókn á atvikinu, finna ábyrgðaraðila og leggja til aðgerðir til að koma í veg fyrir slíka atburði í framtíðinni.“ View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Indland Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira