Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. desember 2025 14:43 Snæbjörn Guðmundsson formaður Náttúrugriða segir það nokkuð öruggt að landeigendur og náttúruverndarsamtök reyni að fá nýju virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar hnekkt. Vísir/Egill Umhverfis- og orkustofnun hefur endurútgefið virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Fyrra leyfi var fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar í júlí. Formaður Náttúrugriða segir nokkuð öruggt að náttúruverndarsamtök og landeigendur reyni að fá leyfinu hnekkt. Fram kom í tilkynningu frá Landsvirkjun í gær að nú verði sótt um framkvæmdaleyfi að virkjuninni sjálfri en undirbúningsvinna er langt komin. Mikið hefur verið deilt um virkjunina undanfarin misseri og landeigendur og náttúruverndarsamtök ítrekað kært úrskurði og leyfi. „Þetta var algjörlega viðbúið. Þetta er auðvitað búið að fara tvær umferðir nú þegar þannig að við bjuggumst við þriðju umferðinni. Hvenær hún kæmi var bara tímaspursmál,“ segir Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriða. „Það er verið að skoða viðbrögð í þessum töluðu orðum. Ég geri frekar ráð fyrir því en hitt að brugðist verði við leyfinu á einn eða annan hátt. Hvernig nákvæmlega er útfærsluatriði.“ „Er þetta ekki bara úrelt hugmynd?“ Kærufrestur er mánuður en enn er deilt um mörg atriði. „Það togast á hagmunir náttúrunnar og einhverjir aðrir tiltölulega óljósir hagsmunir samfélagsins,“ segir Snæbjörn. „Er þetta ekki bara úrelt hugmynd? Að virkja stórfljót í byggð þar sem lífríkið er undir. Þetta er laxgeng á og Atlantshafslaxinn á undir mjög miklu höggi að sækja. Hér er verið að leggja í stórhættu stærsta náttúrulega laxastofn landsins.“ Umræðurnar óþroskaðar Hugmyndir um Hvammsvirkjun hafi vaknað fyrst fyrir hálfri öld og þá hafi þessi atriði ekki verið fólki ofarlega í huga. „Umhverfismatið sem liggur að baki Hvammsvirkjun er tuttugu ára gamalt. Það breytist ansi margt á tuttugu árum. Ef við viljum horfa á einhvers konar almannahagsmuni og að þess vegna þurfi að virkja eru komnar upp mjög miklar efasemdir um að Hvammsvirkjun borgi sig yfir höfuð. Hún kostar hundrað milljarða,“ segir Snæbjörn. Hvorki Landsvirkjun né stjórnvöld hafi lagt í þá umræðu af neinni alvöru að hans sögn. „Ég held að umræða um Hvammsvirkjun og virkjanir í neðri hluta Þjórsár séu mjög óþroskaðar. Það þarf að fara miklu dýpra í það áður en Landsvirkjun heldur áfram í einhvers konar blindni.“ Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Umhverfis- og orkustofnun hefur endurútgefið virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Það er eftir að fyrra leyfið var fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar frá 9. júlí. Nú mun Landsvirkjun sækja um framkvæmdaleyfi að virkjuninni sjálfri, þar sem undirbúningsvinna er sögð langt komin. 12. desember 2025 17:09 Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Tveir af fimm nefndarmönnum í úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála skiluðu séráliti í máli þriggja náttúruverndarsamtaka, sem krefjast að framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjunar verði fellt úr gildi. Kröfu samtakanna var hafnað af meirihluta nefndarinnar. 30. október 2025 08:01 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Sjá meira
Fram kom í tilkynningu frá Landsvirkjun í gær að nú verði sótt um framkvæmdaleyfi að virkjuninni sjálfri en undirbúningsvinna er langt komin. Mikið hefur verið deilt um virkjunina undanfarin misseri og landeigendur og náttúruverndarsamtök ítrekað kært úrskurði og leyfi. „Þetta var algjörlega viðbúið. Þetta er auðvitað búið að fara tvær umferðir nú þegar þannig að við bjuggumst við þriðju umferðinni. Hvenær hún kæmi var bara tímaspursmál,“ segir Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriða. „Það er verið að skoða viðbrögð í þessum töluðu orðum. Ég geri frekar ráð fyrir því en hitt að brugðist verði við leyfinu á einn eða annan hátt. Hvernig nákvæmlega er útfærsluatriði.“ „Er þetta ekki bara úrelt hugmynd?“ Kærufrestur er mánuður en enn er deilt um mörg atriði. „Það togast á hagmunir náttúrunnar og einhverjir aðrir tiltölulega óljósir hagsmunir samfélagsins,“ segir Snæbjörn. „Er þetta ekki bara úrelt hugmynd? Að virkja stórfljót í byggð þar sem lífríkið er undir. Þetta er laxgeng á og Atlantshafslaxinn á undir mjög miklu höggi að sækja. Hér er verið að leggja í stórhættu stærsta náttúrulega laxastofn landsins.“ Umræðurnar óþroskaðar Hugmyndir um Hvammsvirkjun hafi vaknað fyrst fyrir hálfri öld og þá hafi þessi atriði ekki verið fólki ofarlega í huga. „Umhverfismatið sem liggur að baki Hvammsvirkjun er tuttugu ára gamalt. Það breytist ansi margt á tuttugu árum. Ef við viljum horfa á einhvers konar almannahagsmuni og að þess vegna þurfi að virkja eru komnar upp mjög miklar efasemdir um að Hvammsvirkjun borgi sig yfir höfuð. Hún kostar hundrað milljarða,“ segir Snæbjörn. Hvorki Landsvirkjun né stjórnvöld hafi lagt í þá umræðu af neinni alvöru að hans sögn. „Ég held að umræða um Hvammsvirkjun og virkjanir í neðri hluta Þjórsár séu mjög óþroskaðar. Það þarf að fara miklu dýpra í það áður en Landsvirkjun heldur áfram í einhvers konar blindni.“
Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Umhverfis- og orkustofnun hefur endurútgefið virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Það er eftir að fyrra leyfið var fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar frá 9. júlí. Nú mun Landsvirkjun sækja um framkvæmdaleyfi að virkjuninni sjálfri, þar sem undirbúningsvinna er sögð langt komin. 12. desember 2025 17:09 Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Tveir af fimm nefndarmönnum í úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála skiluðu séráliti í máli þriggja náttúruverndarsamtaka, sem krefjast að framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjunar verði fellt úr gildi. Kröfu samtakanna var hafnað af meirihluta nefndarinnar. 30. október 2025 08:01 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Sjá meira
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Umhverfis- og orkustofnun hefur endurútgefið virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Það er eftir að fyrra leyfið var fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar frá 9. júlí. Nú mun Landsvirkjun sækja um framkvæmdaleyfi að virkjuninni sjálfri, þar sem undirbúningsvinna er sögð langt komin. 12. desember 2025 17:09
Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Tveir af fimm nefndarmönnum í úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála skiluðu séráliti í máli þriggja náttúruverndarsamtaka, sem krefjast að framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjunar verði fellt úr gildi. Kröfu samtakanna var hafnað af meirihluta nefndarinnar. 30. október 2025 08:01