Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. desember 2025 13:24 Fjöldi fólks yfirgaf heimili sín eftir að átök brutust út að nýju á landamærunum i morgun. Myndin er tekin í Koh Kong-héraði í Kambódíu. EPA Átök brutust út milli taílenskra og kambódískra hersveita á landamærum landanna tveggja snemma í morgun, nokkrum klukkustundum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði vopnahléssamkomulag ríkjanna í höfn. Sprengjum og fallbyssuskotum rigndi beggja vegna landamæranna í morgun. Varnarmálaráðuneyti Kambódíu segir Taílendinga hafa skotið á hótel og brú og taílensk stjórnvöld segja fjölda óbreyttra borgara særða eftir eldflaugaárás. Minnst 21 hefur fallið og 700 þúsund manns flúið heimili sín eftir að átökin brutust út að nýju í vikunni. Sjá einnig: Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Fyrr í vikunni sagðist Trump geta bundið enda á átökin með einu símtali. Í gærkvöldi ræddi hann við forsætisráðherra beggja landanna og sagði í samfélagsmiðlafærslu í kjölfarið að báðar hliðar hefðu samþykkt vopnahlé frá og með kvöldinu. Samkomulagið væri það sama og náðist í október þegar vopnahlé vegna átakanna tók gildi. Hvorugur forsætisráðherranna sagðist þó eftir viðtalið hafa samþykkt vopnahlé. Anutin Charnvirakul forsætisráðherra Taílands sagði í samfélagsmiðlafærslu að hernaðaraðgerðir héldu áfram við landamærin þar til íbúum yrði ekki lengur ógnað. Hann segist hafa gert Trump skýrt að vopnahlé yrði ekki möguleiki fyrr en Kambódíumenn hörfuðu frá landamærunum. Forsætisráðherra Kambódíu sagði nauðsynlegt að verja fullveldi ríkisins. Ekkert bendir til þess að Trump hafi hótað að leggja tolla á ríkin tvö í vopnahlésviðræðum, líkt og var gert í átökunum í júlí, að því er kemur fram í umfjöllun BBC. Taíland Kambódía Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Anutin Charnvirakul, forsætisráðherra Taílands, segir að ekki standi til að hefja viðræður við ráðamenn í Kambódíu að svo stöddu. Það verði ekki gert fyrr en Kambódíumenn verði við kröfum Taílendinga. 8. desember 2025 11:29 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Sprengjum og fallbyssuskotum rigndi beggja vegna landamæranna í morgun. Varnarmálaráðuneyti Kambódíu segir Taílendinga hafa skotið á hótel og brú og taílensk stjórnvöld segja fjölda óbreyttra borgara særða eftir eldflaugaárás. Minnst 21 hefur fallið og 700 þúsund manns flúið heimili sín eftir að átökin brutust út að nýju í vikunni. Sjá einnig: Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Fyrr í vikunni sagðist Trump geta bundið enda á átökin með einu símtali. Í gærkvöldi ræddi hann við forsætisráðherra beggja landanna og sagði í samfélagsmiðlafærslu í kjölfarið að báðar hliðar hefðu samþykkt vopnahlé frá og með kvöldinu. Samkomulagið væri það sama og náðist í október þegar vopnahlé vegna átakanna tók gildi. Hvorugur forsætisráðherranna sagðist þó eftir viðtalið hafa samþykkt vopnahlé. Anutin Charnvirakul forsætisráðherra Taílands sagði í samfélagsmiðlafærslu að hernaðaraðgerðir héldu áfram við landamærin þar til íbúum yrði ekki lengur ógnað. Hann segist hafa gert Trump skýrt að vopnahlé yrði ekki möguleiki fyrr en Kambódíumenn hörfuðu frá landamærunum. Forsætisráðherra Kambódíu sagði nauðsynlegt að verja fullveldi ríkisins. Ekkert bendir til þess að Trump hafi hótað að leggja tolla á ríkin tvö í vopnahlésviðræðum, líkt og var gert í átökunum í júlí, að því er kemur fram í umfjöllun BBC.
Taíland Kambódía Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Anutin Charnvirakul, forsætisráðherra Taílands, segir að ekki standi til að hefja viðræður við ráðamenn í Kambódíu að svo stöddu. Það verði ekki gert fyrr en Kambódíumenn verði við kröfum Taílendinga. 8. desember 2025 11:29 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Anutin Charnvirakul, forsætisráðherra Taílands, segir að ekki standi til að hefja viðræður við ráðamenn í Kambódíu að svo stöddu. Það verði ekki gert fyrr en Kambódíumenn verði við kröfum Taílendinga. 8. desember 2025 11:29