Svandís stígur til hliðar Agnar Már Másson skrifar 12. desember 2025 16:57 Svandís Svavarsdóttir. Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi ráðherra, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Vinstri grænna á næsta landsfundi flokksins. Hún hefur verið formaður í rúmt ár. Hún greinir frá því á Facebook að hún hafi ákveðið að bjóða sig ekki fram til endurkjörs sem formaður flokksins á landsfundi flokksins árið 2026. Ekki er ljóst hvort hún stígi strax til hliðar sem formaður. „Ákvörðunin er persónuleg og tekin af yfirvegun eftir samtöl og umhugsun,“ skrifar Svandís, sem tók við formennsku í fyrra. „Síðustu tuttugu ár hef ég helgað líf mitt stjórnmálum og baráttunni fyrir betra og réttlátara samfélagi. Sú barátta heldur áfram. Það hafa verið forréttindi að starfa í þágu almennings og fá að vera í framlínu stjórnmálanna allan þennan tíma.“ „Ég hef fulla trú á mikilvægu hlutverki Vinstri grænna og mun leggja mitt af mörkum til að rödd hreyfingarinnar heyrist skýrt í komandi kosningum. Mannúð, réttlæti og ábyrgð gagnvart náttúrunni hafa aldrei verið brýnni,“ bætir hún við. Svandís tók við af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, nú varaformanni, en hann hafði gegnt tímabundinni formennsku eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, eftir að Katrín hafði kúplað sig úr stjórnmálum og reynt við forsetaframboð. Svandís var formlega kjörin formaður í október 2024. Formaðurinn víkur á erfiðum tíma fyrir flokkinn þar sem Vinstri græn náðu ekki manni inn á þing í síðustu þingkosningum né náði flokkurinn 2,5 prósenta lágmarkskosningu til að hljóta styrk sem stjórnmálaafl. Fylgi flokksins hefur setið í 2 til 2,5 prósentum í skoðanakönnunum frá síðustu kosningum. Það má því líklega búast við formannslagi á næsta fundi en enginn hefur formlega lýst áhuga á því að sækjast eftir formannsembættinu. Það vakti athygli í vikunni þegar Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra Samfylkingar, stakk upp á því í vikunni að Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi tæki við sem næsti formaður. Svandís svaraði honum fullum hálsi í vikunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinstri græn Alþingi Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Hún greinir frá því á Facebook að hún hafi ákveðið að bjóða sig ekki fram til endurkjörs sem formaður flokksins á landsfundi flokksins árið 2026. Ekki er ljóst hvort hún stígi strax til hliðar sem formaður. „Ákvörðunin er persónuleg og tekin af yfirvegun eftir samtöl og umhugsun,“ skrifar Svandís, sem tók við formennsku í fyrra. „Síðustu tuttugu ár hef ég helgað líf mitt stjórnmálum og baráttunni fyrir betra og réttlátara samfélagi. Sú barátta heldur áfram. Það hafa verið forréttindi að starfa í þágu almennings og fá að vera í framlínu stjórnmálanna allan þennan tíma.“ „Ég hef fulla trú á mikilvægu hlutverki Vinstri grænna og mun leggja mitt af mörkum til að rödd hreyfingarinnar heyrist skýrt í komandi kosningum. Mannúð, réttlæti og ábyrgð gagnvart náttúrunni hafa aldrei verið brýnni,“ bætir hún við. Svandís tók við af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, nú varaformanni, en hann hafði gegnt tímabundinni formennsku eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, eftir að Katrín hafði kúplað sig úr stjórnmálum og reynt við forsetaframboð. Svandís var formlega kjörin formaður í október 2024. Formaðurinn víkur á erfiðum tíma fyrir flokkinn þar sem Vinstri græn náðu ekki manni inn á þing í síðustu þingkosningum né náði flokkurinn 2,5 prósenta lágmarkskosningu til að hljóta styrk sem stjórnmálaafl. Fylgi flokksins hefur setið í 2 til 2,5 prósentum í skoðanakönnunum frá síðustu kosningum. Það má því líklega búast við formannslagi á næsta fundi en enginn hefur formlega lýst áhuga á því að sækjast eftir formannsembættinu. Það vakti athygli í vikunni þegar Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra Samfylkingar, stakk upp á því í vikunni að Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi tæki við sem næsti formaður. Svandís svaraði honum fullum hálsi í vikunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinstri græn Alþingi Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira