Innlent

Svanur syndir með Seltirningum í lauginni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Álftin stillir sér upp fyrir mynd í Sundlaug Seltjarnarness.
Álftin stillir sér upp fyrir mynd í Sundlaug Seltjarnarness.

Gestir í Sundlaug Seltjarnarness ráku upp stór augu fyrir hádegi í dag þegar álft lenti í lauginni. Gesturinn hvíti virkaði særður og ekkert fararsnið á honum.

Heimsókn álftarinnar ber upp á degi þar sem því var fagnað hjá nágrönnum íbúa Seltjarnaress í Vesturbæjarlaug að íslensk sundlaugarmenning hefur verið staðfest á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns.

Eins og sjá má á myndbandinu sem fylgir fréttinni syndir álftin á milli brauta í lauginni og sundlaugargestir fylgjast með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×